Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Heimir Hallgrímsson léttur í bragði á blaðamannafundi fyrir leikinn mikilvæga við Ungverja. EPA/Robert Hegedus Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Írlands, segir að írska knattspyrnusambandið hafi þegar í haust boðið Heimi nýjan samning. Hann fékk einnig að vita hvað fram fór á milli Heimis og Cristiano Ronaldo á fimmtudagskvöld. Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira