Handbolti

Sel­foss lagði KA/Þór fyrir norðan

Árni Jóhannsson skrifar
Úr Leik Selfoss í Olís-deildinni
Úr Leik Selfoss í Olís-deildinni Vísir/Viktor Freyr

Selfoss vann KA/Þór nokkuð örugglega þegar upp var staðið í 9. umferð Olís deildar kvenna á Akureyri í dag. Lokatölur urðu 23-27 fyrir Selfyssinga sem taka skref frá fallsæti deildarinnar.

Heimakonur byrjuðu betur og komust 3-1 yfir í blábyrjun leiks og voru með tveggja til þriggja marka forskot þangað til að tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Selfyssingar jöfnuðu í 11-11 og sigu fram úr á lokakafla hálfleiksins.

Gestirnir að sunnan komust mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik og leiddu 13-16 að honum loknum. Þær byrjuðu seinni hálfleikinn betur og voru komnar í 14-19 þegar tvær mínútur rúmar voru liðnar af honum. KA/Þór komst ekki nær gestunum en tveimur mörkum sem á endanum sigldu sigrinum heim. Lokatölur 23-27 fyrir Selfoss.

Hulda Hrönn Bragadóttir var stigahæst Selfyssinga með sex mörk alveg eins og þær Trude Blestrud Hakonsen og Susanne Denise Pettersen sem voru markahæstar heimakvenna. Þá vörðu Matea Lonac, markvörður KA/Þór, og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, markvörður Selfoss, sjö skot hvor. 

Eftir leikinn þá fer Selfoss í fjögur stig í 7. sæti og fjarlægist Stjörnuna sem er á botninum með eitt stig. Stjörnukonur og ÍBV eigast við þegar þetta er skrifað í Garðabænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×