Erlent

Bíl­stjóri strætis­vagnsins laus úr haldi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Rútan hefur verið fjarlægð af vettvangi.
Rútan hefur verið fjarlægð af vettvangi. EPA

Bílstjóri strætisvagnsins sem hafnaði á biðskýli í miðborg höfuðborgar Svíþjóðar er laus úr haldi lögreglu. Málið er enn til rannsóknar.

Síðdegis á föstudag hafnaði tveggja hæða strætisvagn á biðskýli við Vallhallvagen í miðborg Stokkhólms. Þrír létust og þrír slösuðust, þar af tveir alvarlega. 

Bílstjórinn, sem var einn um borð, var handtekinn af lögreglu á vettvangi vegna gruns um manndráp og líkamsmeiðingar. Hann var yfirheyrður af lögreglu en hefur nú verið sleppt úr haldi. Fulltrúi lögreglunnar, Ola Österling, segir í samtali við SVT, að lögreglan sé fullviss um að ekki hafi verið um viljandi atvik að ræða.

„Rannsóknarlögreglan hefur skýrari mynd af því hvað gerðist. Það er byggt á fjölda yfirheyrslna og myndböndum frá mismunandi myndavélum, bæði af faratækjum og úr símum,“ segir Österling.

Lögregla hefur enn ekki auðkennt þá látnu og vill ekki gefa upp hvers vegna það taki svo langan tíma. 

Fjöldi fólks hefur kveikt kerti og lagt blómvendi á vettvang slyssins.


Tengdar fréttir

Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi

Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×