Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 12:51 Elkem á Íslandi flytur mikið magn kísilmálms til Evrópu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. Fulltrúar Evrópusambandsins gerðu íslenskum og norskum stjórnvöldum það ljóst í síðustu viku að þau verði ekki undanþegin verndarráðstöfunum sambandsins á kísilmálm. Ákvörðunin er ekki endanleg en samninganefndir bíða eftir mikilvægum fundi þar sem taka á endanlega ákvörðun um málið. Fundurinn átti að fara fram á föstudag en var þá frestað og greindi Ríkisútvarpið frá því í morgun að aftur væri búið að fresta fundinum til morguns. Halda að sér höndum í óvissuástandi Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem á Íslandi bindur vonir við að frestun fundarins sé til marks um að tilraunir norskra og íslenskra stjórnvalda til að hnekkja ákvörðuninni hafi borið árangur. „Ég veit að utanríkisþjónustan bæði hér og í Noregi er að leggja sig alla fram og auðvitað vonar maður að þetta sé til marks um það en það er í raun ekkert nema getgátur,“ segir Álfheiður. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi.elkem Elkem tilkynnti um það í síðasta mánuði að draga þurfi úr framleiðslu, meðal annars vegna óvissu á markaði. Stefnt er að því að það komi til framkvæmda í byrjun desember. „Auðvitað tengist það þessari óvissu og aðilar á markaði halda að sér höndum í miklu óvissuástandi. Það kannski skýrir hvað þetta er óþægilegt en við erum að horfa núna á 3. desember og sjáum ekki endilega neitt sem ætti að breyta þeirri ákvörðun.“ Mestar áhyggjur af viðbragðsgetu annars staðar Fyrirtæki á Íslandi flytja út kísilafurðir fyrir um fjörutíu milljarða króna að mati Samtaka Iðnaðarins. Álfheiður segir erfitt að geta til um áhrif verndartolla áður en þeir koma til framkvæmda. Sjá þurfi hvernig markaðurinn bregðist við. „Elkem Ísland er að selja til allra þriggja stóru markaðanna. Við erum í Ameríku, Asíu og Evrópu. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er geta okkar til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum ef við erum komin með skorður inni í Evrópu,“ segir Álfheiður. Stóriðja Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld EES-samningurinn Hvalfjarðarsveit Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56 Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53 Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Fulltrúar Evrópusambandsins gerðu íslenskum og norskum stjórnvöldum það ljóst í síðustu viku að þau verði ekki undanþegin verndarráðstöfunum sambandsins á kísilmálm. Ákvörðunin er ekki endanleg en samninganefndir bíða eftir mikilvægum fundi þar sem taka á endanlega ákvörðun um málið. Fundurinn átti að fara fram á föstudag en var þá frestað og greindi Ríkisútvarpið frá því í morgun að aftur væri búið að fresta fundinum til morguns. Halda að sér höndum í óvissuástandi Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem á Íslandi bindur vonir við að frestun fundarins sé til marks um að tilraunir norskra og íslenskra stjórnvalda til að hnekkja ákvörðuninni hafi borið árangur. „Ég veit að utanríkisþjónustan bæði hér og í Noregi er að leggja sig alla fram og auðvitað vonar maður að þetta sé til marks um það en það er í raun ekkert nema getgátur,“ segir Álfheiður. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi.elkem Elkem tilkynnti um það í síðasta mánuði að draga þurfi úr framleiðslu, meðal annars vegna óvissu á markaði. Stefnt er að því að það komi til framkvæmda í byrjun desember. „Auðvitað tengist það þessari óvissu og aðilar á markaði halda að sér höndum í miklu óvissuástandi. Það kannski skýrir hvað þetta er óþægilegt en við erum að horfa núna á 3. desember og sjáum ekki endilega neitt sem ætti að breyta þeirri ákvörðun.“ Mestar áhyggjur af viðbragðsgetu annars staðar Fyrirtæki á Íslandi flytja út kísilafurðir fyrir um fjörutíu milljarða króna að mati Samtaka Iðnaðarins. Álfheiður segir erfitt að geta til um áhrif verndartolla áður en þeir koma til framkvæmda. Sjá þurfi hvernig markaðurinn bregðist við. „Elkem Ísland er að selja til allra þriggja stóru markaðanna. Við erum í Ameríku, Asíu og Evrópu. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er geta okkar til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum ef við erum komin með skorður inni í Evrópu,“ segir Álfheiður.
Stóriðja Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld EES-samningurinn Hvalfjarðarsveit Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56 Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53 Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17. nóvember 2025 08:56
Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14. nóvember 2025 15:53
Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent