Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 12:57 Gunnar Þór Pétursson er lagaprófessor við HR en hann hefur sérhæft sig í Evrópurétti og EES-samningnum. HR Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til. Í verndarráðstöfunum ESB felst að Ísland fær ársfjórðungslegan kvóta til að flytja kísilmálm tollfrjálst til Evrópu næstu þrjú árin. Kvótinn nemur á bilinu þrettán til fjórtán þúsund tonnum á ársfjórðungi. Fari innflutningurinn yfir kvótann þarf að greiða mismuninn á markaðsverði og viðmiðunarverði. Utanríkisráðherra hefur sagt útspilið ganga gegn EES- samningnum og þá líkti formaður Sjálfstæðisflokksins ESB við glæpamenn vegna málsins. Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við HR og sérfræðingur í Evrópurétti var spurður hvort þetta væri brot á EES-samningnum. „Mér sýnist að minnsta kosti að það sé frekar ósennilegt að þetta geti uppfyllt þennan alvarleikaþröskuld sem að slíkar verndarráðstafanir þurfa að uppfylla samkvæmt EES-samningnum. Þetta mál sé ekki af þeirri stærðargráðu fyrir EES að það nái þangað.“ Hann sagði þá að gagnaðgerðir væru ekki fýsilegar fyrir lítil og opin hagkerfi eins og Ísland og Noreg. „Þau hefðu lítil áhrif og myndu sennilega hafa mest áhrif á okkur sjálf. Það r auðvitað hægt að nýta sér ýmis lagaleg úrræði, fyrirtækin sem verða fyrir þessu geta sótt mál til ESB dómstólsins í Lúxemborg og íslenska og norska ríkið gæti mögulega komið þar inn til stuðnings.“ Hefur ESB gripið til slíkra ráðstafana áður án þess að undanskilja EES-ríkin? „Að minnsta kosti eftir að Kola- og stálbandalagið svokallaða rann sitt skeið á enda þá hefur þessu ekki verið beitt og það voru kannski ekki síst EFTA-ríkin á sínum tíma sem sóttu það frekar stíft að hafa þennan „mekanisma“ í EES-samningnum til þess einmitt að geta brugðist við einhvers konar ójafnvægi.“ Landið hafi ekki mátt fyllast af portúgölskum hafnarverkamönnum Ísland hafi gefið út yfirlýsingu á sínum tíma um nauðsyn þess að hafa varnagla í samningnum til að geta brugðist við því ef hingað kæmi mikill fjöldi erlendra starfsmanna. „Þetta sýnir kannski hversu mikið hefur breyst á ríflega þrjátíu árum. Það var meðal annars talað um að hér myndi allt fyllast af portúgölskum hafnaverkamönnum en reynslan hefur auðvitað sýnt okkur að erlent vinnuafl hefur haldið uppi hagvexti og atvinnulífinu hér, ekki síst í mikilli uppsveiflu í ferðamannaiðnaði.“ Gunnar segir erfitt að spá fyrir um framtíðina og um hvort fleiri atvinnugreinar innan ESB þrýsti á um sambærilegar aðgerðir. „Þetta er svona ákveðið áfall. Ég held það sé alveg hægt að lýsa því þannig; að það hafi verið ákveðið að grípa til þessara verndarráðstafana og vísa í EES-samninginn og undanskilja þá EES-ríkin og setja þau út fyrir tollamúrinn. Það hafa áður verið verndarráðstafanir til að mynda í stáldeilu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og þá var sérstaklega tiltekið að Ísland og Noregur ættu ekki að verða fyrir þeim tollum vegna þess hversu mikilvægur hluti af innri markaðnum ríkin væru í gegnum EES-samninginn. Áfall er kannski sterkt orð en að minnsta kosti þá sendir þessi ákvörðun miklu stærri skilaboð inn í framtíðina heldur en kannski efni hennar ber með sér.“ Þess skal getið að í þeirri útgáfu sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar var ranglega haft eftir Gunnari að fyrirtækin gætu sótt rétt sinn fyrir EFTA-dómstólnum. Hið rétta er að fyrirtækin geta sótt rétt sinn fyrir ESB-dómstólnum í Lúxemborg. Beðist er velvirðingar á þessu. Skattar, tollar og gjöld Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis EES-samningurinn Evrópusambandið Stóriðja Utanríkismál Tengdar fréttir Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. 19. nóvember 2025 10:25 Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. 18. nóvember 2025 20:29 „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. 18. nóvember 2025 14:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Í verndarráðstöfunum ESB felst að Ísland fær ársfjórðungslegan kvóta til að flytja kísilmálm tollfrjálst til Evrópu næstu þrjú árin. Kvótinn nemur á bilinu þrettán til fjórtán þúsund tonnum á ársfjórðungi. Fari innflutningurinn yfir kvótann þarf að greiða mismuninn á markaðsverði og viðmiðunarverði. Utanríkisráðherra hefur sagt útspilið ganga gegn EES- samningnum og þá líkti formaður Sjálfstæðisflokksins ESB við glæpamenn vegna málsins. Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við HR og sérfræðingur í Evrópurétti var spurður hvort þetta væri brot á EES-samningnum. „Mér sýnist að minnsta kosti að það sé frekar ósennilegt að þetta geti uppfyllt þennan alvarleikaþröskuld sem að slíkar verndarráðstafanir þurfa að uppfylla samkvæmt EES-samningnum. Þetta mál sé ekki af þeirri stærðargráðu fyrir EES að það nái þangað.“ Hann sagði þá að gagnaðgerðir væru ekki fýsilegar fyrir lítil og opin hagkerfi eins og Ísland og Noreg. „Þau hefðu lítil áhrif og myndu sennilega hafa mest áhrif á okkur sjálf. Það r auðvitað hægt að nýta sér ýmis lagaleg úrræði, fyrirtækin sem verða fyrir þessu geta sótt mál til ESB dómstólsins í Lúxemborg og íslenska og norska ríkið gæti mögulega komið þar inn til stuðnings.“ Hefur ESB gripið til slíkra ráðstafana áður án þess að undanskilja EES-ríkin? „Að minnsta kosti eftir að Kola- og stálbandalagið svokallaða rann sitt skeið á enda þá hefur þessu ekki verið beitt og það voru kannski ekki síst EFTA-ríkin á sínum tíma sem sóttu það frekar stíft að hafa þennan „mekanisma“ í EES-samningnum til þess einmitt að geta brugðist við einhvers konar ójafnvægi.“ Landið hafi ekki mátt fyllast af portúgölskum hafnarverkamönnum Ísland hafi gefið út yfirlýsingu á sínum tíma um nauðsyn þess að hafa varnagla í samningnum til að geta brugðist við því ef hingað kæmi mikill fjöldi erlendra starfsmanna. „Þetta sýnir kannski hversu mikið hefur breyst á ríflega þrjátíu árum. Það var meðal annars talað um að hér myndi allt fyllast af portúgölskum hafnaverkamönnum en reynslan hefur auðvitað sýnt okkur að erlent vinnuafl hefur haldið uppi hagvexti og atvinnulífinu hér, ekki síst í mikilli uppsveiflu í ferðamannaiðnaði.“ Gunnar segir erfitt að spá fyrir um framtíðina og um hvort fleiri atvinnugreinar innan ESB þrýsti á um sambærilegar aðgerðir. „Þetta er svona ákveðið áfall. Ég held það sé alveg hægt að lýsa því þannig; að það hafi verið ákveðið að grípa til þessara verndarráðstafana og vísa í EES-samninginn og undanskilja þá EES-ríkin og setja þau út fyrir tollamúrinn. Það hafa áður verið verndarráðstafanir til að mynda í stáldeilu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og þá var sérstaklega tiltekið að Ísland og Noregur ættu ekki að verða fyrir þeim tollum vegna þess hversu mikilvægur hluti af innri markaðnum ríkin væru í gegnum EES-samninginn. Áfall er kannski sterkt orð en að minnsta kosti þá sendir þessi ákvörðun miklu stærri skilaboð inn í framtíðina heldur en kannski efni hennar ber með sér.“ Þess skal getið að í þeirri útgáfu sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar var ranglega haft eftir Gunnari að fyrirtækin gætu sótt rétt sinn fyrir EFTA-dómstólnum. Hið rétta er að fyrirtækin geta sótt rétt sinn fyrir ESB-dómstólnum í Lúxemborg. Beðist er velvirðingar á þessu.
Skattar, tollar og gjöld Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis EES-samningurinn Evrópusambandið Stóriðja Utanríkismál Tengdar fréttir Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. 19. nóvember 2025 10:25 Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. 18. nóvember 2025 20:29 „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. 18. nóvember 2025 14:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. 19. nóvember 2025 10:25
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. 18. nóvember 2025 20:29
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. 18. nóvember 2025 14:23