Fótbolti

Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Hreiðarsson ásamt Caoimhin Kelleher, markverði írska landsliðsins, eftir frækinn sigur Íra á Ungverjum í undankeppni HM.
Guðmundur Hreiðarsson ásamt Caoimhin Kelleher, markverði írska landsliðsins, eftir frækinn sigur Íra á Ungverjum í undankeppni HM. getty/Stephen McCarthy

Tveir þjálfarar mæta til Guðmundar Benediktssonar og Hjálmars Arnar Jóhannssonar í Big Ben í kvöld.

Big Ben hefst á sínum hefðbundna tíma í kvöld, klukkan 22:10, á Sýn Sport.

Þremenningarnir sem mæta í settið til Gumma Ben og Hjamma eru þeir Arnar Pétursson, Guðmundur Hreiðarsson og Sölvi Tryggvason.

Arnar er á leið með íslenska kvennalandsliðið í handbolta á HM. Ísland er í riðli með heimaliði Þýskalands, Serbíu og Úrúgvæ.

Guðmundur er svo markvarðaþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta sem Heimir Hallgrímsson stýrir. Það tryggði sér sæti í umspili um sæti á HM með því að vinna síðustu tvo leiki sína í undankeppninni, 2-0 gegn Portúgal og 2-3 gegn Ungverjalandi þar sem sigurmarkið kom með síðustu spyrnu leiksins.

Sölvi hefur marga fjöruna sopið og fylgdi meðal annars karlalandsliði Íslands í fótbolta náið eftir á sínum tíma.

Víða verður komið við í Big Ben í kvöld enda hafa gestirnir þrír frá ýmsu að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×