Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 19:34 Ráðherrar svöruðu spurningum frá fulltrúum barnaþings í dag. vísir/Bjarni Börn sem voru saman komin á barnaþingi í dag hlífðu ráðherrum ekki við krefjandi spurningum. Félagsmálaráðherra hvatti börnin til þess að láta í sér heyra, séu þau ósátt við einkunnir í bókstöfum. „Af hverju notum við einkunnakerfið A,B, C í tíunda bekk í staðinn fyrir að nota tölustafi eins og í menntaskóla og hvernig eiga menntaskólar að velja úr nemendum þegar allir eru til dæmis með B+?“ Þetta var ein fjölmargra spurninga sem þau eitt hundrað og fjörutíu börn sem voru saman komin á barnaþingi í Hörpu í dag báru upp þegar þeim gafst færi á því að spyrja ráðherra út í mál sem á þeim brenna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, svaraði spurningunni og sagði að það væri vilji stjórnvalda að menntaskólar litu ekki einungis til lokaeinkunnar, heldur einnig annarra þátta. Inga Sæland, félagsmálaráðherra greip því næst orðið. „Svo eigið þið náttúrulega bara að mótmæla þessu harkalega ef þið viljið ekki þetta A, B, C, D og segja hingað og ekki lengra, við viljum annað. Þá verður Guðmundur Ingi, barna- og menntamálaráðherra, að stíga sterkur inn og breyta þessu. Þannig ef þið viljið breyta, þá skulið þið bara biðja um það almennilega. Ég er að boða byltingu í A, B, C, D, E, F, G. Ég skil alveg hvað þú ert að meina og tek undir það,“ sagði Inga, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Fyrrnefndur fulltrúi á barnaþingi svaraði ráðherra og sagðist vera að biðja um það núna. „Þetta er allt of lítið samt sem áður. Það verða að vera svona fimm hundruð krakkar fyrir utan menntamálaráðuneytið hjá Gumma og segja ekki A, B, C, D,“ svaraði Inga og hló. Barnamálaráðherra sagðist því næst ætla að skoða málið. Á barnaþingi hafa börnin unnið ýmsar tillögur og ákallið var skýrt; að þeirra skoðanir hafi vægi í ákvarðanatöku. „Því það er ekki nóg bara að hlusta. Þegar skoðunum er ekki framfylgt er enginn tilgangur með því að hlusta,“ sagði einn fulltrúi barnaþings sem fréttastofa ræddi við. Börn og uppeldi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Af hverju notum við einkunnakerfið A,B, C í tíunda bekk í staðinn fyrir að nota tölustafi eins og í menntaskóla og hvernig eiga menntaskólar að velja úr nemendum þegar allir eru til dæmis með B+?“ Þetta var ein fjölmargra spurninga sem þau eitt hundrað og fjörutíu börn sem voru saman komin á barnaþingi í Hörpu í dag báru upp þegar þeim gafst færi á því að spyrja ráðherra út í mál sem á þeim brenna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, svaraði spurningunni og sagði að það væri vilji stjórnvalda að menntaskólar litu ekki einungis til lokaeinkunnar, heldur einnig annarra þátta. Inga Sæland, félagsmálaráðherra greip því næst orðið. „Svo eigið þið náttúrulega bara að mótmæla þessu harkalega ef þið viljið ekki þetta A, B, C, D og segja hingað og ekki lengra, við viljum annað. Þá verður Guðmundur Ingi, barna- og menntamálaráðherra, að stíga sterkur inn og breyta þessu. Þannig ef þið viljið breyta, þá skulið þið bara biðja um það almennilega. Ég er að boða byltingu í A, B, C, D, E, F, G. Ég skil alveg hvað þú ert að meina og tek undir það,“ sagði Inga, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Fyrrnefndur fulltrúi á barnaþingi svaraði ráðherra og sagðist vera að biðja um það núna. „Þetta er allt of lítið samt sem áður. Það verða að vera svona fimm hundruð krakkar fyrir utan menntamálaráðuneytið hjá Gumma og segja ekki A, B, C, D,“ svaraði Inga og hló. Barnamálaráðherra sagðist því næst ætla að skoða málið. Á barnaþingi hafa börnin unnið ýmsar tillögur og ákallið var skýrt; að þeirra skoðanir hafi vægi í ákvarðanatöku. „Því það er ekki nóg bara að hlusta. Þegar skoðunum er ekki framfylgt er enginn tilgangur með því að hlusta,“ sagði einn fulltrúi barnaþings sem fréttastofa ræddi við.
Börn og uppeldi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent