Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 14:27 Öllum heimilismönnum var komið út af reykfylltum göngunum á innan við fjórum mínútum. Vísir/Lýður Valberg Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Eldur kom upp í rafmagnstöflu á gangi hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg á þriðjudaginn síðasta og lagði reyk inn á gang. Rýma þurfti tvo ganga húsnæðisins þar sem 22 íbúar búa en rýmingin tókst með endemum vel og voru allir íbúar komnir í öruggt skjól áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðukona hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg. Hún segir að hægt sé að koma rúmunum út um dyrnar við venjulegar aðstæður. „Það er ekki sett út á neinar brunavarnir hjá okkur varðandi þessi mál. Auðvitað er fólk í sjokki og adrenalínið fer í gang og hlutirnir eru ekki alveg eins og þú hafðir hugsað þér. Við erum búin að funda með slökkviliðinu og rannsóknarteyminu. Við viljum hafa allt hundrað prósent, þarna eru líf í húfi og fólk sem þarf að keyra út í rúmum og draga á dýnum,“ segir Valgerður. Talsvert tjón varð á göngunum tveimur og er deildin öll rafmagnslaus. Jafnframt er mikil sót og aska sem þarf að hreinsa. Hins vegar komust allir íbúar út heilir á húfi. „Það munar einhverjum millimetrum. Þú kemur rúminu út ef þú nærð að stýra því út. En þegar þú nærð ekki að einbeita þér að bilinu þá keyrirðu bara í gegn. Það er kannski fátið sem þau upplifa. Við erum búin að fara yfir það með þeim því þetta er náttúrlega vond tilfinning. En það er ekkert sem er ólöglegt eða ekki í lagi,“ segir Valgerður. Hún hrósar starfsfólki sínu upp í hástert fyrir frammistöðu sína við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður og segir allt gert til að hlúa að starfsfólkinu enda hafi margir orðið fyrir áfalli. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Eldur kom upp í rafmagnstöflu á gangi hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg á þriðjudaginn síðasta og lagði reyk inn á gang. Rýma þurfti tvo ganga húsnæðisins þar sem 22 íbúar búa en rýmingin tókst með endemum vel og voru allir íbúar komnir í öruggt skjól áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðukona hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg. Hún segir að hægt sé að koma rúmunum út um dyrnar við venjulegar aðstæður. „Það er ekki sett út á neinar brunavarnir hjá okkur varðandi þessi mál. Auðvitað er fólk í sjokki og adrenalínið fer í gang og hlutirnir eru ekki alveg eins og þú hafðir hugsað þér. Við erum búin að funda með slökkviliðinu og rannsóknarteyminu. Við viljum hafa allt hundrað prósent, þarna eru líf í húfi og fólk sem þarf að keyra út í rúmum og draga á dýnum,“ segir Valgerður. Talsvert tjón varð á göngunum tveimur og er deildin öll rafmagnslaus. Jafnframt er mikil sót og aska sem þarf að hreinsa. Hins vegar komust allir íbúar út heilir á húfi. „Það munar einhverjum millimetrum. Þú kemur rúminu út ef þú nærð að stýra því út. En þegar þú nærð ekki að einbeita þér að bilinu þá keyrirðu bara í gegn. Það er kannski fátið sem þau upplifa. Við erum búin að fara yfir það með þeim því þetta er náttúrlega vond tilfinning. En það er ekkert sem er ólöglegt eða ekki í lagi,“ segir Valgerður. Hún hrósar starfsfólki sínu upp í hástert fyrir frammistöðu sína við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður og segir allt gert til að hlúa að starfsfólkinu enda hafi margir orðið fyrir áfalli.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira