„Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 09:11 Það var ekki þægilegt fyrir Söru Sigmundsdóttur að láta sprauta stofnfrumum inn í hnéð sitt. @sarasigmunds Íslenska CrossFit-konan Sara Sigmundsdóttir lifir enn í voninni um að skilja meiðslin eftir í baksýnisspeglinum og er nú í sérstakri meðferð hjá læknum í Dúbaí. Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira