Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 25. nóvember 2025 06:00 Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun