Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. nóvember 2025 06:31 Vilhjálmur Árnason, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði grein sem birt var á þessum vettvangi í gær sem bar fyrirsögnina „Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur“. Þar reyndi hann að mála upp þá mynd að hækkun á vörugjöldum á bifreiðar og innleiðing kílómetragjalds væri í raun skattur á börn, og sérstaklega börn sem stunda mótorsport. Í niðurlagi greinarinnar sagði Vilhjálmur: „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum.“ Þetta skrifar Vilhjálmur og ætlast til þess að fólk taki hann alvarlega. Að gera ekkert í of langan tíma Kryfjum þennan málflutning. Nú liggur fyrir að á Íslandi hefur lengi verið við lýði það fyrirkomulag að skattar af eldsneyti og ökutækjum hafa staðið undir viðhaldi og nýfjárfestingum á vegum. Þessi gjöld – að uppistöðu blanda af ýmiss konar olíu- og bensíngjöldum og vörugjöldum – hafa að stóru leyti verið greidd af notendum við dæluna. Á árunum 2010 til 2017 voru skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti af þeim að meðaltali 1,7 prósent af landsframleiðslu að meðaltali. Svo tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna við völdum. Á stjórnartíma hennar varð eðlisbreyting á bílaflota Íslendinga. Bílar eru almennt orðnir mun sparneytnari og rafbílar, sem koma ekki nálægt dælum og borga þar af leiðandi engin gjöld við hana, eru nú um 60 prósent allra nýrra bíla sem íslensk heimili kaupa. Fyrir vikið hrundi þessi tekjustofn og hann var kominn niður í um eitt prósent af landsframleiðslu. Það þýddi að ekki voru til peningar til að ráðast í viðhald á vegum né í nýframkvæmdir í vegakerfinu. Vegagerðin mat sem svo að hún þyrfti 20 milljarða króna á ári í að halda vegum við en fékk bara 12 til 13. Vegirnir dröbbuðust fyrir vikið mjög niður og sköpuðu hættu. Það var ekki bara viðhaldið sem var látið mæta afgangi. Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem sat tæp tvö kjörtímabil, hófust framkvæmdir við núll jarðgöng og fjárfestingar í samgöngum hafa verið um 0,5 prósent af landsframleiðslu á ári, þegar meðaltalið í öðrum ríkjum OECD hefur verið eitt prósent. Að ætla að gera eitthvað en gera það svo ekki Þótt aðalsmerki síðustu ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur Vilhjálms sat í hafi verið að veikja tekjustofna, með tilheyrandi uppsöfnun á innviðaskuld og veikara velferðarkerfi, svo hún gæti ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir og -ívilnanir fyrir breiðustu bökin í samfélaginu, þá áttaði jafnvel hún sig á því að við áframhaldandi stöðu í vegakerfinu yrði ekki unað. Þess vegna talaði þáverandi formaður flokks Vilhjálms, Bjarni Benediktsson, ítrekað um að það þyrfti að innleiða nýja tekjuöflun í málaflokknum. Þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2021 sagði Bjarni að það yrði að bregðast við tekjumissi ríkisins af bílaflota landsmanna. „Ég held að það sé alveg augljóst að við verðum með einhverjum hætti að fá greiðslur fyrir afnot af vegakerfinu. Við höfum fengið þá greiðslu þegar fólk dælir eldsneyti á bensínstöðvum landsins hingað til, en nú er það smám saman að breytast og við þurfum að aðlaga okkur að þessum breytta veruleika,“ sagði Bjarni við mbl.is af þessu tilefni. Tæpum tveimur árum síðar var Bjarni mættur í pontu Alþingis til að ræða þessar kerfisbreytingar, sem áttu að vera blanda af hærri bifreiðagjöldum, vörugjöldum og upptöku svokallaðs kílómetragjalds, sem felur í sér að notendur greiða einfaldlega fyrir ekna kílómetra. Þar boðaði Bjarni að um áramótin 2024/2025, fyrir tæpu ári síðan, yrði „ farið í enn frekari kerfisbreytingar sem myndu snúa að öðrum bifreiðum á götunum og við myndum færa okkur úr eldsneytissköttum yfir í kílómetragjald.“ Í fyrra, rétt fyrir síðustu kosningar, átti að bregðast við þessari stöðu með því að auka skatttekjur vegna ökutækja og eldsneytis um átta milljarða króna í ár og ná aftur 1,7 prósenta hlutfallinu. Það tókst ekki, enda sprakk sú stjórn, og enn einni áskoruninni var velt á þá sem tók við. Afleiðingu þess sjáum við á vegakerfinu í dag. Skipta um ríkisstjórn svo eitthvað komist í verk Ný ríkisstjórn vinnur hins vegar öðruvísi. Hún bætti strax við 7,5 milljörðum króna í viðhald og þjónustu á vegum á næsta ári, ætlar sér að fara með þá upphæð enn hærra á næstu árum á eftir, koma á fót innviðafélagi sem mun sjá um fjármögnun stærri samgangna og leggja fram nýja samgönguáætlun. Þetta er nauðsynlegt til að taka á innviðaskuld í vegakerfinu, sem safnaðist upp hjá ríkisstjórninni sem Vilhjálmur studdi, og er metin á allt að 290 milljarða króna. Hún ætlar að framkvæma gjaldabreytingarnar sem ríkisstjórnin hans Bjarna, sem Vilhjálmur studdi af alefli, hafði kynnt til leiks. Reyndar verður ekki farið alveg jafn bratt í þær og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar boðaði, heldur er nú ætlað að gjöldin verði 1,6 prósent af landsframleiðslu. Að horfast í augu við að NEI þýðir JÁ Það er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði áformum um aukna gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti aldrei. Hann sagði ekki NEI heldur JÁ við henni. Hin meinta skattsýki sem Vilhjálmur talar um eins og lífshættulegan sjúkdóm, en stendur í enda dags undir boðlegum innviðum og aukinni velferð í landinu, lagðist líka hart á hann sjálfan og flokkinn hans þegar þau fóru með völd. Það sem þau gátu hins vegar ekki gert var að fara vel með opinbert fé, enda kostuðu ófjármögnuðu gúmmítékkarnir sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila dældu út til þeirra sem þurftu síst á því að halda þá niðurstöðu að ríkissjóður væri rekinn á gegndarlausum, og fokdýrum yfirdrætti ár eftir ár. Sóun varð lífstíll á þeirra vakt og kakan stækkaði ekki meira en svo að á síðasta ári þeirra við stjórnvölinn varð samdráttur í hagkerfinu. Vilhjálmur kallaði ætlaðar gjaldahækkanir ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, settar fram í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi, aldrei skattahækkanir á venjulegt vinnandi fólk. Hann kallaði þær aldrei „barnaskatt“ og málaði þær aldrei upp sem aðgangshindrun fyrir ungt fólk að mótorkrossi. Samt átti „barnaskattur“ Vilhjálms og félaga að skila ríkissjóði meiri tekjum en hann mun skila nú í útfærslu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði grein sem birt var á þessum vettvangi í gær sem bar fyrirsögnina „Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur“. Þar reyndi hann að mála upp þá mynd að hækkun á vörugjöldum á bifreiðar og innleiðing kílómetragjalds væri í raun skattur á börn, og sérstaklega börn sem stunda mótorsport. Í niðurlagi greinarinnar sagði Vilhjálmur: „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum.“ Þetta skrifar Vilhjálmur og ætlast til þess að fólk taki hann alvarlega. Að gera ekkert í of langan tíma Kryfjum þennan málflutning. Nú liggur fyrir að á Íslandi hefur lengi verið við lýði það fyrirkomulag að skattar af eldsneyti og ökutækjum hafa staðið undir viðhaldi og nýfjárfestingum á vegum. Þessi gjöld – að uppistöðu blanda af ýmiss konar olíu- og bensíngjöldum og vörugjöldum – hafa að stóru leyti verið greidd af notendum við dæluna. Á árunum 2010 til 2017 voru skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti af þeim að meðaltali 1,7 prósent af landsframleiðslu að meðaltali. Svo tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna við völdum. Á stjórnartíma hennar varð eðlisbreyting á bílaflota Íslendinga. Bílar eru almennt orðnir mun sparneytnari og rafbílar, sem koma ekki nálægt dælum og borga þar af leiðandi engin gjöld við hana, eru nú um 60 prósent allra nýrra bíla sem íslensk heimili kaupa. Fyrir vikið hrundi þessi tekjustofn og hann var kominn niður í um eitt prósent af landsframleiðslu. Það þýddi að ekki voru til peningar til að ráðast í viðhald á vegum né í nýframkvæmdir í vegakerfinu. Vegagerðin mat sem svo að hún þyrfti 20 milljarða króna á ári í að halda vegum við en fékk bara 12 til 13. Vegirnir dröbbuðust fyrir vikið mjög niður og sköpuðu hættu. Það var ekki bara viðhaldið sem var látið mæta afgangi. Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem sat tæp tvö kjörtímabil, hófust framkvæmdir við núll jarðgöng og fjárfestingar í samgöngum hafa verið um 0,5 prósent af landsframleiðslu á ári, þegar meðaltalið í öðrum ríkjum OECD hefur verið eitt prósent. Að ætla að gera eitthvað en gera það svo ekki Þótt aðalsmerki síðustu ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur Vilhjálms sat í hafi verið að veikja tekjustofna, með tilheyrandi uppsöfnun á innviðaskuld og veikara velferðarkerfi, svo hún gæti ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir og -ívilnanir fyrir breiðustu bökin í samfélaginu, þá áttaði jafnvel hún sig á því að við áframhaldandi stöðu í vegakerfinu yrði ekki unað. Þess vegna talaði þáverandi formaður flokks Vilhjálms, Bjarni Benediktsson, ítrekað um að það þyrfti að innleiða nýja tekjuöflun í málaflokknum. Þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2021 sagði Bjarni að það yrði að bregðast við tekjumissi ríkisins af bílaflota landsmanna. „Ég held að það sé alveg augljóst að við verðum með einhverjum hætti að fá greiðslur fyrir afnot af vegakerfinu. Við höfum fengið þá greiðslu þegar fólk dælir eldsneyti á bensínstöðvum landsins hingað til, en nú er það smám saman að breytast og við þurfum að aðlaga okkur að þessum breytta veruleika,“ sagði Bjarni við mbl.is af þessu tilefni. Tæpum tveimur árum síðar var Bjarni mættur í pontu Alþingis til að ræða þessar kerfisbreytingar, sem áttu að vera blanda af hærri bifreiðagjöldum, vörugjöldum og upptöku svokallaðs kílómetragjalds, sem felur í sér að notendur greiða einfaldlega fyrir ekna kílómetra. Þar boðaði Bjarni að um áramótin 2024/2025, fyrir tæpu ári síðan, yrði „ farið í enn frekari kerfisbreytingar sem myndu snúa að öðrum bifreiðum á götunum og við myndum færa okkur úr eldsneytissköttum yfir í kílómetragjald.“ Í fyrra, rétt fyrir síðustu kosningar, átti að bregðast við þessari stöðu með því að auka skatttekjur vegna ökutækja og eldsneytis um átta milljarða króna í ár og ná aftur 1,7 prósenta hlutfallinu. Það tókst ekki, enda sprakk sú stjórn, og enn einni áskoruninni var velt á þá sem tók við. Afleiðingu þess sjáum við á vegakerfinu í dag. Skipta um ríkisstjórn svo eitthvað komist í verk Ný ríkisstjórn vinnur hins vegar öðruvísi. Hún bætti strax við 7,5 milljörðum króna í viðhald og þjónustu á vegum á næsta ári, ætlar sér að fara með þá upphæð enn hærra á næstu árum á eftir, koma á fót innviðafélagi sem mun sjá um fjármögnun stærri samgangna og leggja fram nýja samgönguáætlun. Þetta er nauðsynlegt til að taka á innviðaskuld í vegakerfinu, sem safnaðist upp hjá ríkisstjórninni sem Vilhjálmur studdi, og er metin á allt að 290 milljarða króna. Hún ætlar að framkvæma gjaldabreytingarnar sem ríkisstjórnin hans Bjarna, sem Vilhjálmur studdi af alefli, hafði kynnt til leiks. Reyndar verður ekki farið alveg jafn bratt í þær og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar boðaði, heldur er nú ætlað að gjöldin verði 1,6 prósent af landsframleiðslu. Að horfast í augu við að NEI þýðir JÁ Það er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði áformum um aukna gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti aldrei. Hann sagði ekki NEI heldur JÁ við henni. Hin meinta skattsýki sem Vilhjálmur talar um eins og lífshættulegan sjúkdóm, en stendur í enda dags undir boðlegum innviðum og aukinni velferð í landinu, lagðist líka hart á hann sjálfan og flokkinn hans þegar þau fóru með völd. Það sem þau gátu hins vegar ekki gert var að fara vel með opinbert fé, enda kostuðu ófjármögnuðu gúmmítékkarnir sem ríkisstjórnir síðustu kjörtímabila dældu út til þeirra sem þurftu síst á því að halda þá niðurstöðu að ríkissjóður væri rekinn á gegndarlausum, og fokdýrum yfirdrætti ár eftir ár. Sóun varð lífstíll á þeirra vakt og kakan stækkaði ekki meira en svo að á síðasta ári þeirra við stjórnvölinn varð samdráttur í hagkerfinu. Vilhjálmur kallaði ætlaðar gjaldahækkanir ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, settar fram í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi, aldrei skattahækkanir á venjulegt vinnandi fólk. Hann kallaði þær aldrei „barnaskatt“ og málaði þær aldrei upp sem aðgangshindrun fyrir ungt fólk að mótorkrossi. Samt átti „barnaskattur“ Vilhjálms og félaga að skila ríkissjóði meiri tekjum en hann mun skila nú í útfærslu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun