30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2025 21:05 Hressar og skemmtilegar kvenfélagskonur staddar á fæðingadeildinni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira