Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 08:33 Fjölskyldan hafði komið sér fyrir í niðurníddu húsnæði í skóglendi í Abruzzo. Getty Ákvörðun dómara á Ítalíu að láta taka börn frá foreldrum sínum sem eru frá Ástralíu og Bretlandi hefur vakið nokkra reiði í landinu en sumum þykir um að ræða aðför gegn óhefðbundnum lífstíl. Stjórnvöld hafa tjáð sig um málið og hyggjast skoða það. Catherine Birmingham, fyrrverandi reiðkennari frá Melbourne, og Nathan Trevallion, fyrrverandi matreiðslumaður frá Bristol, festu kaup á fasteign í niðurníðslu í skóglendi í Palmoli í Abruzzo árið 2021. Hugmyndin var að ala börnin þrjú, Utopia Rose, átta ára, og hina sex ára gömlu tvíbura Bluebell og Galorian, upp í náttúrunni. Fjölskyldan ræktaði eigin mat, sótti vatn í brunn og nýtti sólarorku til rafmagnsframleiðslu. Þá hélt hún nokkur húsdýr og börnin voru heimaskóluð. Aðstæður fjölskyldunnar rötuðu inn á borð yfirvalda eftir að leggja þurfti þau öll inn á sjúkrahús í september í fyrra, eftir að þau höfðu neytt eitraðra sveppa sem þau höfðu tínt í skóginum. Rannsókn leiddi í ljós að húsnæði fjölskyldunnar var óíbúðarhæft og að hreinlætisaðstæður væru hörmulegar. Saksóknarar fóru með málið fyrir dómstól, sem féllst á það að heimilisaðstæður barnanna væru óviðunandi og fyrirskipaði að þau skyldu tekin af foreldrum sínum. Þau voru flutt á heimili rekið af kirkjunni í síðustu viku, þar sem móðir þeirra dvelur með þeim en í öðru herbergi. Dómarinn fann meðal annars að því að foreldrarnir hefðu engar tekjur til að sjá fyrir börnunum, að þau lifðu við félagslega einangrun, að börnin sóttu ekki skóla og að það væri engin salernisaðstaða á heimilinu. Trevallion sagði í samtali við fjölmiðilinn La Repplica að verið færi að refsa fjölskyldunni fyrir að lifa utan kerfisins og eyðileggja hamingjuríkt líf þeirra. Foreldarnir hafa íhugað að flytja til Ástralíu vegna málsins. Eins og fyrr segir hefur málið vakið nokkra reiði og forsætisráðherrann Giorgia Meloni meðal annars lýst af því áhyggjum. Hefur hún skipað dómsmálaráðherranum Carlo Nordio að leggja mat á það hvort grípa þurfi inn í. Aðstoðarforsætisráðherrann Matteo Salvini hefur líkt ákvörðun dómarans við mannrán. Chiara Saraceno, þekktur ítalskur félagsfræðingur, segir hins vegar erfitt að átta sig á málinu. Það sé ekkert að því að heimaskóla börn en hins vegar virðist börnin í þessu tilviki hafa verið félagslega einangruð og búið við óviðunandi aðstæður. Ítalía Barnavernd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Catherine Birmingham, fyrrverandi reiðkennari frá Melbourne, og Nathan Trevallion, fyrrverandi matreiðslumaður frá Bristol, festu kaup á fasteign í niðurníðslu í skóglendi í Palmoli í Abruzzo árið 2021. Hugmyndin var að ala börnin þrjú, Utopia Rose, átta ára, og hina sex ára gömlu tvíbura Bluebell og Galorian, upp í náttúrunni. Fjölskyldan ræktaði eigin mat, sótti vatn í brunn og nýtti sólarorku til rafmagnsframleiðslu. Þá hélt hún nokkur húsdýr og börnin voru heimaskóluð. Aðstæður fjölskyldunnar rötuðu inn á borð yfirvalda eftir að leggja þurfti þau öll inn á sjúkrahús í september í fyrra, eftir að þau höfðu neytt eitraðra sveppa sem þau höfðu tínt í skóginum. Rannsókn leiddi í ljós að húsnæði fjölskyldunnar var óíbúðarhæft og að hreinlætisaðstæður væru hörmulegar. Saksóknarar fóru með málið fyrir dómstól, sem féllst á það að heimilisaðstæður barnanna væru óviðunandi og fyrirskipaði að þau skyldu tekin af foreldrum sínum. Þau voru flutt á heimili rekið af kirkjunni í síðustu viku, þar sem móðir þeirra dvelur með þeim en í öðru herbergi. Dómarinn fann meðal annars að því að foreldrarnir hefðu engar tekjur til að sjá fyrir börnunum, að þau lifðu við félagslega einangrun, að börnin sóttu ekki skóla og að það væri engin salernisaðstaða á heimilinu. Trevallion sagði í samtali við fjölmiðilinn La Repplica að verið færi að refsa fjölskyldunni fyrir að lifa utan kerfisins og eyðileggja hamingjuríkt líf þeirra. Foreldarnir hafa íhugað að flytja til Ástralíu vegna málsins. Eins og fyrr segir hefur málið vakið nokkra reiði og forsætisráðherrann Giorgia Meloni meðal annars lýst af því áhyggjum. Hefur hún skipað dómsmálaráðherranum Carlo Nordio að leggja mat á það hvort grípa þurfi inn í. Aðstoðarforsætisráðherrann Matteo Salvini hefur líkt ákvörðun dómarans við mannrán. Chiara Saraceno, þekktur ítalskur félagsfræðingur, segir hins vegar erfitt að átta sig á málinu. Það sé ekkert að því að heimaskóla börn en hins vegar virðist börnin í þessu tilviki hafa verið félagslega einangruð og búið við óviðunandi aðstæður.
Ítalía Barnavernd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira