Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir skrifa 25. nóvember 2025 09:00 Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun