Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Klám Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun