Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2025 08:01 Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá eru þeir fjórða hjólið undir bílnum þegar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eru hin þrjú. Það er fjölmiðladekkið sem er sprungið undir þeirri lúxuskerru sem íslenskt samfélag er þar sem þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, velferð og velmegun meiri en víðast hvar og jafnrétti meira en nokkur staðar á jarðríki. Hættan er að ef við hugum ekki að sprungna dekkinu völdum við skemmdum, keyrum útaf og köstum á glæ því góða við okkar samfélag. Veikir fjölmiðlar – lítið aðhald Fjölmiðlar á Íslandi standa veikt. Um það er ekki deilt. Fréttamiðlum hefur fækkað og erlendir samfélagsmiðlar soga til sin fjármuni sem áður runnu til innlendra fjölmiðla. Afleiðingar þessarar þróunar verða æ sýnilegri. Opinber umræða er veik. Aftur og aftur koma á dagskrá í opinberri umræðu mál sem varða miklu um hagsmuni almennings og þarfnast umföllunar, greiningar og dýpri umræðu en fá það ekki. Almenningi gefst ekki tækifæri á að kynna sér mál sem hann varðar og því eru stjórnmála- og embættismenn eða aðrir forystumenn í samfélaginu án raunverulega aðhalds. Fjölmörg mál og málaflokkar hafa verið í deiglunni undirfarið án þess að fólk hafi fengið skýra mynd af því hvað snýr upp eða niður. Það virðist líka í mörgum dæmum vera þannig að ráðamenn séu ekki með dýpri skilning á því sjálfir. Húsnæðismál, orkumál, innflytjendamál, menntamál og heilbrigðismál hafa brunnið á almenningi í áraraðir án þess að fjölmiðlar hafi náð að draga fram heildstæð gögn og upplýsingar um einstaka þætti eða þá heildarmynd sem sýnir á hvað leið við erum. Umræður í fjölmiðlum eru oft miklar en einkennast helst að því að einni fullyrðingu er mætt með annarri. Athyglin beinist þá að þeim sem hæst hefur. Ráðamenn í sviðsljósi – almenningur í þoku Ráðamenn stíga síðan fram með yfirlýsingar og áform og njóta athygli en eftirfylgni og aðhald fjölmiðla skortir. Gott dæmi er samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda árið 2021 um byggingu öldrunarheimila sem hefjast átti handa við innan fárra vikna og ekki eru nein merki að eigi að opna á næsta ári, né þá skýringar af hverju ekki. Önnur dæmi eru frumvarp um veiðigjöld sem var rætt og samþykkt án þess að nokkur gæti sagt til með vissu hverjar afleiðingar yrðu og síðan verður norska leiðin í innfytjendamálum skyndilega einhver töfralausn. Þetta eru örfá dæmi af mýmörgum. Við þessar aðstæður er almenningur skilinn eftir í þoku. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að upplýsa og greina á milli staðreynda og staðhæfinga – þess sem er satt og þess sem sagt er og í sumum flóknari málum eru stórar hliðar og veigamiklar afleiðingar jafnvel ekkert skoðaðar eða ræddar. Um þessi mál fjallaði ég ítarlega nýverið á hlaðvarpinu Ein pæling. Eftir stendur almenningur í óvissu. Mikilvægum spurningum er ekki svarað. Eftir sem áður þurfum við sem samfélag að taka ákvarðanir. Þær eru ýmist teknar eða ekki teknar. Hvort sem er þá er óvissan og áhættan oft mikil. Á meðan svona er stefnum við útí skurð fyrr en seinna. Hvað geta 50-100 rannsóknarblaðamenn gert? Það er aðeins með öflugri og sjálfstæðri upplýsingamiðlun og fjölmiðlun sem almenningur nær stöðu til að veita stjórnvöldum, verkalýðsfélögum og stjórnendum stórfyrirtækja það aðhald sem er nauðsynlegt til að þróa okkar samfélag áfram. Fjölmiðlar eru okkar aðhaldstæki til betra samfélags, okkar allra sem greiða skatta og gjöld, þar með talið ráðamanna. Við þurfum að sameinast um að efla íslenska fjölmiðla. Við verðum að finna leiðir til þess. Hugsið þið ykkur í ljósi þeirra dæma sem okkar örfáu rannsóknarblaðamenn hafa dregið fram um brotalamir í okkar samfélagi á síðustu misserum hver staðan væri ef hér á landi væri starfandi aukalega 50-100 rannsóknarblaðamenn? Hvað myndu þeir kosta? Eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna? Blaðamenn sem taka mál, frumvörp, ákvarðanir og ekki ákvarðanir og skoða frá öllum hliðum og koma með alvöru fréttaskýringar. Blaðamenn sem leita ekki bara að einhverjum skandölum heldur skoða ákvarðanir og aðgerðir, leita sjónarmiða, afla upplýsinga og deila þeim með almenningi. Þessir einstaklingar myndu ekki kosta okkur mikið en þeir gætu breytt mjög miklu til hins betra. Þegar upp er staðið er þetta aðeins spurning um að fá nýtt dekk og pumpa lofti í það svo bíllinn okkar haldist á götunni. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Ra. Kristjánsson Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá eru þeir fjórða hjólið undir bílnum þegar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eru hin þrjú. Það er fjölmiðladekkið sem er sprungið undir þeirri lúxuskerru sem íslenskt samfélag er þar sem þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, velferð og velmegun meiri en víðast hvar og jafnrétti meira en nokkur staðar á jarðríki. Hættan er að ef við hugum ekki að sprungna dekkinu völdum við skemmdum, keyrum útaf og köstum á glæ því góða við okkar samfélag. Veikir fjölmiðlar – lítið aðhald Fjölmiðlar á Íslandi standa veikt. Um það er ekki deilt. Fréttamiðlum hefur fækkað og erlendir samfélagsmiðlar soga til sin fjármuni sem áður runnu til innlendra fjölmiðla. Afleiðingar þessarar þróunar verða æ sýnilegri. Opinber umræða er veik. Aftur og aftur koma á dagskrá í opinberri umræðu mál sem varða miklu um hagsmuni almennings og þarfnast umföllunar, greiningar og dýpri umræðu en fá það ekki. Almenningi gefst ekki tækifæri á að kynna sér mál sem hann varðar og því eru stjórnmála- og embættismenn eða aðrir forystumenn í samfélaginu án raunverulega aðhalds. Fjölmörg mál og málaflokkar hafa verið í deiglunni undirfarið án þess að fólk hafi fengið skýra mynd af því hvað snýr upp eða niður. Það virðist líka í mörgum dæmum vera þannig að ráðamenn séu ekki með dýpri skilning á því sjálfir. Húsnæðismál, orkumál, innflytjendamál, menntamál og heilbrigðismál hafa brunnið á almenningi í áraraðir án þess að fjölmiðlar hafi náð að draga fram heildstæð gögn og upplýsingar um einstaka þætti eða þá heildarmynd sem sýnir á hvað leið við erum. Umræður í fjölmiðlum eru oft miklar en einkennast helst að því að einni fullyrðingu er mætt með annarri. Athyglin beinist þá að þeim sem hæst hefur. Ráðamenn í sviðsljósi – almenningur í þoku Ráðamenn stíga síðan fram með yfirlýsingar og áform og njóta athygli en eftirfylgni og aðhald fjölmiðla skortir. Gott dæmi er samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda árið 2021 um byggingu öldrunarheimila sem hefjast átti handa við innan fárra vikna og ekki eru nein merki að eigi að opna á næsta ári, né þá skýringar af hverju ekki. Önnur dæmi eru frumvarp um veiðigjöld sem var rætt og samþykkt án þess að nokkur gæti sagt til með vissu hverjar afleiðingar yrðu og síðan verður norska leiðin í innfytjendamálum skyndilega einhver töfralausn. Þetta eru örfá dæmi af mýmörgum. Við þessar aðstæður er almenningur skilinn eftir í þoku. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að upplýsa og greina á milli staðreynda og staðhæfinga – þess sem er satt og þess sem sagt er og í sumum flóknari málum eru stórar hliðar og veigamiklar afleiðingar jafnvel ekkert skoðaðar eða ræddar. Um þessi mál fjallaði ég ítarlega nýverið á hlaðvarpinu Ein pæling. Eftir stendur almenningur í óvissu. Mikilvægum spurningum er ekki svarað. Eftir sem áður þurfum við sem samfélag að taka ákvarðanir. Þær eru ýmist teknar eða ekki teknar. Hvort sem er þá er óvissan og áhættan oft mikil. Á meðan svona er stefnum við útí skurð fyrr en seinna. Hvað geta 50-100 rannsóknarblaðamenn gert? Það er aðeins með öflugri og sjálfstæðri upplýsingamiðlun og fjölmiðlun sem almenningur nær stöðu til að veita stjórnvöldum, verkalýðsfélögum og stjórnendum stórfyrirtækja það aðhald sem er nauðsynlegt til að þróa okkar samfélag áfram. Fjölmiðlar eru okkar aðhaldstæki til betra samfélags, okkar allra sem greiða skatta og gjöld, þar með talið ráðamanna. Við þurfum að sameinast um að efla íslenska fjölmiðla. Við verðum að finna leiðir til þess. Hugsið þið ykkur í ljósi þeirra dæma sem okkar örfáu rannsóknarblaðamenn hafa dregið fram um brotalamir í okkar samfélagi á síðustu misserum hver staðan væri ef hér á landi væri starfandi aukalega 50-100 rannsóknarblaðamenn? Hvað myndu þeir kosta? Eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna? Blaðamenn sem taka mál, frumvörp, ákvarðanir og ekki ákvarðanir og skoða frá öllum hliðum og koma með alvöru fréttaskýringar. Blaðamenn sem leita ekki bara að einhverjum skandölum heldur skoða ákvarðanir og aðgerðir, leita sjónarmiða, afla upplýsinga og deila þeim með almenningi. Þessir einstaklingar myndu ekki kosta okkur mikið en þeir gætu breytt mjög miklu til hins betra. Þegar upp er staðið er þetta aðeins spurning um að fá nýtt dekk og pumpa lofti í það svo bíllinn okkar haldist á götunni. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun