Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:33 Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Netglæpir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun