Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 09:02 Viola Leuchter og stöllur í þýska liðinu ætla sér langt á HM. Getty/Marco Wolf Þýska kvennalandsliðið í handbolta byrjar HM á heimavelli, með leik við Ísland í Stuttgart í dag, en ætlar sér langt í mótinu og horfir til þess að keppa um efstu sætin í Rotterdam í lok þess. Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira