Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2025 09:02 Edda Björk hvetur fólk til að nýta dagsbirtuna dag hvern. Bylgjan Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57. Edda Björk er ein fyrirlesara á ráðstefnunni Heilsan okkar á föstudag þar sem rætt verður um skammdegið. Edda Björk mun þar ræða um hvernig hægt er að byggja upp góðan dag í skammdeginu. Edda Björk ræddi skammdegið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir marga þætti hafa áhrif í skammdeginu og margt geta haft áhrif eins og svefn, mataræði og hreyfing. Það sé ýmislegt hægt er að gera til að ýta undir andlega heilsu. Hún segir vissulega myrkrið skipta miklu máli en það skipti líka miklu máli að vera með fasta rútínu, hvenær við förum að sofa og vöknum og hvenær við erum virk í daglegu lífi. Gert er ráð fyrir um 150 mínútum í röskri hreyfingu á viku. Einnig skipti miklu máli að nýta dagsbirtuna og í svartasta skammdeginu að fara út í göngutúr á meðan það er bjart. Þá mælir hún einnig með því að sitja við glugga og draga frá og taka D-vítamín og forðast áfengi, nikótín og koffín fyrir svefn. „Að fá sem mesta dagsbirtu. Það er lykilþáttur.“ Edda Björk segir fólk á Íslandi margt finna verulega fyrir myrkrinu á veturna. Þeim finnist erfiðara að fara á fætur og að vekjaraklukka með dagsbirtu hafi hjálpað mörgum. „Það er okkur mjög eðlislægt að vera sofandi þegar það er myrkur og vakandi þegar bjart er,“ og því geti slíkur lampi aðstoðað fólk. Edda Björk er með erindi á ráðstefnunni Heilsan okkar á föstudaginn þar sem hún mun tala um að byggja upp góðan dag um vetrartímann. Hún segir þar skipta máli að vera með góða rútínu og ákveða daginn áður hvernig dagurinn á að vera. Ef maður ætli í göngutúr í hádeginu þurfi að finna gönguskóna og fötin kvöldið áður. Mikilvægast sé að finna eitthvað sem manni finnst skemmtilegt eða til að hlakka til á hverjum degi. „Það sem við tölum minna um eru góðar samverustundir, með góðu fólki,“ segir Edda Björk og að það sé líka lykill að vellíðan. Fólk þreyttara og orkuminna á veturna Edda Björk segir fólk sækjast í meiri orku þegar það er þreytt og því geti mataræðið einnig breyst á veturna, sérstaklega ef þau eru þreytt og sofa illa. Það geti endað í vítahring því þau drekki of mikið kaffi og mögulega stundi ekki hreyfingu vegna þreytu. Hún segir fólk misviðkvæmt fyrir myrkrinu og það sé ýmislegt sem sé hægt að gera til að reyna að bregðast við en finni fólk fyrir einkennum þunglyndis eða skammdegisþunglyndis ætti það að leita sér aðstoðar. „Sumir þjást af þunglyndi, reglulegu þunglyndi, og aðrir eru með skammdegisþunglyndi. Skilgreiningin á því er að þegar það fer að dimma á veturna þá finnur fólk fyrir depurð, vanlíðan og miklu orkuleysi,“ segir hún og að það geti orðið breyting á virkni, matarkæði og svefni. Einkennin hverfi svo þegar það fari að birta. Hún segir auk þess einkennin geta versnað hjá þeim sem þjást af reglulegu þunglyndi yfir þennan dimma tíma. Edda Björk segir það til umræðu núna hvort það eigi að seinka klukkunni, þannig það sé meiri dagsbirta á morgnana. Það séu vísindi sem styðji þá fullyrðingu að fólk gæti náð betri svefni þannig. Hún segist sjálf mæla sterklega með því að seinka klukkunni um klukkutíma þannig það sé meiri dagsbirta þegar fólk fari á fætur. Klukkubreytingin hefur verið til umræðu nýlega og hefur verið efnt til undirskriftarlista með og á móti klukkubreytingunni. Takast á um klukkubreytingu Erla Björnsdóttir, sál- og svefnsérfræðingur, hefur talað fyrir klukkubreytingunni og hefur safnað undirskriftum á heimasíðu sinni. Á sama tíma hefur Erlendur S. Þorsteinsson, stærðfræðingur, safnað undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni sem hann bendir á að við myndum missa verði klukkunni seinkað. Það sé sá tími sem fólk noti til útivistar og betra sé að hafa birtuna þá en á morgnana. Um 1.500 hafa skrifað undir þann lista og um 6.600 undir listann um að breyta klukkunni. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri. Klukkan á Íslandi Svefn Heilsa Bítið Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Edda Björk er ein fyrirlesara á ráðstefnunni Heilsan okkar á föstudag þar sem rætt verður um skammdegið. Edda Björk mun þar ræða um hvernig hægt er að byggja upp góðan dag í skammdeginu. Edda Björk ræddi skammdegið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir marga þætti hafa áhrif í skammdeginu og margt geta haft áhrif eins og svefn, mataræði og hreyfing. Það sé ýmislegt hægt er að gera til að ýta undir andlega heilsu. Hún segir vissulega myrkrið skipta miklu máli en það skipti líka miklu máli að vera með fasta rútínu, hvenær við förum að sofa og vöknum og hvenær við erum virk í daglegu lífi. Gert er ráð fyrir um 150 mínútum í röskri hreyfingu á viku. Einnig skipti miklu máli að nýta dagsbirtuna og í svartasta skammdeginu að fara út í göngutúr á meðan það er bjart. Þá mælir hún einnig með því að sitja við glugga og draga frá og taka D-vítamín og forðast áfengi, nikótín og koffín fyrir svefn. „Að fá sem mesta dagsbirtu. Það er lykilþáttur.“ Edda Björk segir fólk á Íslandi margt finna verulega fyrir myrkrinu á veturna. Þeim finnist erfiðara að fara á fætur og að vekjaraklukka með dagsbirtu hafi hjálpað mörgum. „Það er okkur mjög eðlislægt að vera sofandi þegar það er myrkur og vakandi þegar bjart er,“ og því geti slíkur lampi aðstoðað fólk. Edda Björk er með erindi á ráðstefnunni Heilsan okkar á föstudaginn þar sem hún mun tala um að byggja upp góðan dag um vetrartímann. Hún segir þar skipta máli að vera með góða rútínu og ákveða daginn áður hvernig dagurinn á að vera. Ef maður ætli í göngutúr í hádeginu þurfi að finna gönguskóna og fötin kvöldið áður. Mikilvægast sé að finna eitthvað sem manni finnst skemmtilegt eða til að hlakka til á hverjum degi. „Það sem við tölum minna um eru góðar samverustundir, með góðu fólki,“ segir Edda Björk og að það sé líka lykill að vellíðan. Fólk þreyttara og orkuminna á veturna Edda Björk segir fólk sækjast í meiri orku þegar það er þreytt og því geti mataræðið einnig breyst á veturna, sérstaklega ef þau eru þreytt og sofa illa. Það geti endað í vítahring því þau drekki of mikið kaffi og mögulega stundi ekki hreyfingu vegna þreytu. Hún segir fólk misviðkvæmt fyrir myrkrinu og það sé ýmislegt sem sé hægt að gera til að reyna að bregðast við en finni fólk fyrir einkennum þunglyndis eða skammdegisþunglyndis ætti það að leita sér aðstoðar. „Sumir þjást af þunglyndi, reglulegu þunglyndi, og aðrir eru með skammdegisþunglyndi. Skilgreiningin á því er að þegar það fer að dimma á veturna þá finnur fólk fyrir depurð, vanlíðan og miklu orkuleysi,“ segir hún og að það geti orðið breyting á virkni, matarkæði og svefni. Einkennin hverfi svo þegar það fari að birta. Hún segir auk þess einkennin geta versnað hjá þeim sem þjást af reglulegu þunglyndi yfir þennan dimma tíma. Edda Björk segir það til umræðu núna hvort það eigi að seinka klukkunni, þannig það sé meiri dagsbirta á morgnana. Það séu vísindi sem styðji þá fullyrðingu að fólk gæti náð betri svefni þannig. Hún segist sjálf mæla sterklega með því að seinka klukkunni um klukkutíma þannig það sé meiri dagsbirta þegar fólk fari á fætur. Klukkubreytingin hefur verið til umræðu nýlega og hefur verið efnt til undirskriftarlista með og á móti klukkubreytingunni. Takast á um klukkubreytingu Erla Björnsdóttir, sál- og svefnsérfræðingur, hefur talað fyrir klukkubreytingunni og hefur safnað undirskriftum á heimasíðu sinni. Á sama tíma hefur Erlendur S. Þorsteinsson, stærðfræðingur, safnað undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni sem hann bendir á að við myndum missa verði klukkunni seinkað. Það sé sá tími sem fólk noti til útivistar og betra sé að hafa birtuna þá en á morgnana. Um 1.500 hafa skrifað undir þann lista og um 6.600 undir listann um að breyta klukkunni. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri.
Klukkan á Íslandi Svefn Heilsa Bítið Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira