Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Aron Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2025 09:26 Janus Daði Smárason í landsleik með Íslandi. Hann er sterklega orðaður við stórlið Barcelona. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, leikmaður Pick Szeged, segir best að tjá sig sem minnst um orðróm þess efnis að hann sé að ganga í raðir spænska stórveldisins Barcelona en það sást til hans í borginni á dögunum. Komandi Evrópumót með Íslandi er Janusi ofarlega í huga en svo líður að því að hann þurfi að taka ákvörðun um framtíð sína því samningur hans við Pick Szeged er að renna sitt skeið. „Ég er að verða samningslaus næsta sumar og er auðvitað að skoða hvað væri best að gera fyrir mig og fjölskylduna í framhaldinu. Bara fínt í þessum meiðslum að geta aðeins pásað þær hugsanir og sett einbeitinguna á að komast aftur inn á völlinn. Nú er bara að fara spila og bara vonandi, fyrir stórmót eða eftir stórmót, þarf ég einhvern tímann að ákveða hvað ég geri í sumar.“ Janus hefur verið sterklega orðaður við stórlið Barcelona og jafnvel verið gengið svo langt að fullyrða að félagsskipti hans væru klár. Þá var Janus myndaður í Barcelona í síðasta mánuði og gaf það sögusögnum byr undir báða vængi. Varstu bara að túristast í Barcelona? „Já við fjölskuldan vorum í ferskum fisk og góðu rauðvíni. Það var þarna í landsliðspásunni, fínt að skipta aðeins um umhverfi. Fá smá pásu andlega.“ Þú hefur nú verið orðaður við liðið þar í borg. Er það eitthvað sem þú getur tjáð þig um? „Ég held það sé bara best að segja sem minnst. Náttúrulega alls konar hlutir í gangi, svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta endar.“ Spenntur fyrir næsta stórmóti Eins og fram kom í Sportpakkanum í gær sneri Janus aftur inn á völlinn eftir meiðsli um síðastliðna helgi, fyrr en áætlað var, og mun ef ekkert bakslag verður geta tekið fullan þátt í komandi Evrópumóti með Íslandi í janúar. Stórmótafiðringurinn er farinn að gera vart um sig hjá kappanum enda stutt í jólafrí hjá honum. „Ég er líka í þannig aðstöðu að ungverska deildin fer í jólafrí snemma, þann 10. desember á meðan að Þjóðverjarnir eru að spila milli jóla og nýárs, brjálað að gera og bullandi fókus. Hjá mér er bara orðið stutt í stórmót. Það eru fjórir leikir aftur fram að hléi og tekur landsliðið við næst. Ég er kominn í smá kitl í magann. Maður fer heim til Íslands um jólin með fjölskyldunni og planið er að halda áfram að æfa og vera í góðu formi ásamt því að hvíla sig. Mín vegna mættum við bara fara að undirbúa okkur fyrir EM strax 15. desember.“ Ungverski handboltinn Spænski handboltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Komandi Evrópumót með Íslandi er Janusi ofarlega í huga en svo líður að því að hann þurfi að taka ákvörðun um framtíð sína því samningur hans við Pick Szeged er að renna sitt skeið. „Ég er að verða samningslaus næsta sumar og er auðvitað að skoða hvað væri best að gera fyrir mig og fjölskylduna í framhaldinu. Bara fínt í þessum meiðslum að geta aðeins pásað þær hugsanir og sett einbeitinguna á að komast aftur inn á völlinn. Nú er bara að fara spila og bara vonandi, fyrir stórmót eða eftir stórmót, þarf ég einhvern tímann að ákveða hvað ég geri í sumar.“ Janus hefur verið sterklega orðaður við stórlið Barcelona og jafnvel verið gengið svo langt að fullyrða að félagsskipti hans væru klár. Þá var Janus myndaður í Barcelona í síðasta mánuði og gaf það sögusögnum byr undir báða vængi. Varstu bara að túristast í Barcelona? „Já við fjölskuldan vorum í ferskum fisk og góðu rauðvíni. Það var þarna í landsliðspásunni, fínt að skipta aðeins um umhverfi. Fá smá pásu andlega.“ Þú hefur nú verið orðaður við liðið þar í borg. Er það eitthvað sem þú getur tjáð þig um? „Ég held það sé bara best að segja sem minnst. Náttúrulega alls konar hlutir í gangi, svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta endar.“ Spenntur fyrir næsta stórmóti Eins og fram kom í Sportpakkanum í gær sneri Janus aftur inn á völlinn eftir meiðsli um síðastliðna helgi, fyrr en áætlað var, og mun ef ekkert bakslag verður geta tekið fullan þátt í komandi Evrópumóti með Íslandi í janúar. Stórmótafiðringurinn er farinn að gera vart um sig hjá kappanum enda stutt í jólafrí hjá honum. „Ég er líka í þannig aðstöðu að ungverska deildin fer í jólafrí snemma, þann 10. desember á meðan að Þjóðverjarnir eru að spila milli jóla og nýárs, brjálað að gera og bullandi fókus. Hjá mér er bara orðið stutt í stórmót. Það eru fjórir leikir aftur fram að hléi og tekur landsliðið við næst. Ég er kominn í smá kitl í magann. Maður fer heim til Íslands um jólin með fjölskyldunni og planið er að halda áfram að æfa og vera í góðu formi ásamt því að hvíla sig. Mín vegna mættum við bara fara að undirbúa okkur fyrir EM strax 15. desember.“
Ungverski handboltinn Spænski handboltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira