Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Katrín Anna kastar boltanum á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn síðar í dag. Níu af átján leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta munu spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn þegar Ísland mætir Þýskalandi síðdegis. Ísland er að taka þátt á HM í þriðja sinn en engin er enn í hópnum sem fór til Brasilíu 2011 og mikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan í Noregi 2023. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir munu allar þreyta frumraun sína á heimsmeistaramóti í dag. Dana Björg, Elín Klara og Katrín Anna voru í hópnum sem fór á EM í fyrra en hinar eru að spreyta sig í fyrsta sinn á stórmóti. Elín Klara var reyndar líka í HM hópnum 2023 en meiddist rétt fyrir mót. Meðalaldur hópsins er aðeins um 24 ár. Aldursforsetinn og leikjahæsta kona hópsins, Thea Imani Sturludóttir, er ekki nema 28 ára gömul. Hún hefur spilað 92 landsleiki. Samanlagt hefur um sjö hundruð landsleikja reynsla horfið á braut. Tveir máttarstólpar verða svo ekki með í leik kvöldsins. Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir hafa ekki jafnað sig að fullu af ökkla- og axlarmeiðslum sínum, og verða utan hóps í opnunarleiknum í kvöld. Andrea er raunar ekki skráð í HM hópinn, sem HSÍ skilaði formlega inn í dag. Hún gæti þó dottið inn á seinni stigum mótsins en það er alls óvíst hvort, hvenær og hvernig hún verður eftir að hafa slitið liðband í ökkla. Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla Mikið mun mæða á reynslumeiri leikmönnum liðsins, eins og Theu Imani, fyrirliðanum Söndru Erlingsdóttur, markmanninum Hafdísi Renötudóttur og skyttunni Díönu Dögg Magnúsdóttur. Elín-urnar tvær, Klara og Rósa, eru þrátt fyrir ungan aldur að komast hratt á þann stall líka enda lykilleikmenn í landsliðinu síðustu ár og eiga báðar eftir að vera í stóru hlutverki á HM. Lovísa Thompson gæti gert sig gildandi en hún er mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru og erfiðleika eftir krefjandi meiðsli. Katrín Tinna Jensdóttir fær stórt hlutverk á línunni í fjarveru Elísu Elíasdóttur, og deilir stöðunni með Alexöndru Líf Arnarsdóttur sem er mætt á sitt fyrsta stórmót eftir að hafa spilað fyrsta landsleikinn í vor. Áhugavert verður samt hvernig íslenska liðið mun tækla þýska liðið sem spilar oft án línumanns. Spennandi verður svo að sjá hverjar stíga upp á, stærsta sviði handboltans, í opnunarleik HM undir skærum ljósum í stútfullri höll í Stuttgart. Afar ólíklegt er að þó sigur skili sér gegn ógnarsterkum þýsku liði en stefnan er sett á að sýna góða frammistöðu og stríða þeim sem mest. Leikurinn mun því vonandi nýtast liðinu til uppbyggingar fyrir næstu leiki gegn Serbíu og Úrúgvæ, þar sem stefnan er sett á sigur og áframhald í milliriðil. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00 „Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Ísland er að taka þátt á HM í þriðja sinn en engin er enn í hópnum sem fór til Brasilíu 2011 og mikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan í Noregi 2023. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir munu allar þreyta frumraun sína á heimsmeistaramóti í dag. Dana Björg, Elín Klara og Katrín Anna voru í hópnum sem fór á EM í fyrra en hinar eru að spreyta sig í fyrsta sinn á stórmóti. Elín Klara var reyndar líka í HM hópnum 2023 en meiddist rétt fyrir mót. Meðalaldur hópsins er aðeins um 24 ár. Aldursforsetinn og leikjahæsta kona hópsins, Thea Imani Sturludóttir, er ekki nema 28 ára gömul. Hún hefur spilað 92 landsleiki. Samanlagt hefur um sjö hundruð landsleikja reynsla horfið á braut. Tveir máttarstólpar verða svo ekki með í leik kvöldsins. Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir hafa ekki jafnað sig að fullu af ökkla- og axlarmeiðslum sínum, og verða utan hóps í opnunarleiknum í kvöld. Andrea er raunar ekki skráð í HM hópinn, sem HSÍ skilaði formlega inn í dag. Hún gæti þó dottið inn á seinni stigum mótsins en það er alls óvíst hvort, hvenær og hvernig hún verður eftir að hafa slitið liðband í ökkla. Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla Mikið mun mæða á reynslumeiri leikmönnum liðsins, eins og Theu Imani, fyrirliðanum Söndru Erlingsdóttur, markmanninum Hafdísi Renötudóttur og skyttunni Díönu Dögg Magnúsdóttur. Elín-urnar tvær, Klara og Rósa, eru þrátt fyrir ungan aldur að komast hratt á þann stall líka enda lykilleikmenn í landsliðinu síðustu ár og eiga báðar eftir að vera í stóru hlutverki á HM. Lovísa Thompson gæti gert sig gildandi en hún er mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru og erfiðleika eftir krefjandi meiðsli. Katrín Tinna Jensdóttir fær stórt hlutverk á línunni í fjarveru Elísu Elíasdóttur, og deilir stöðunni með Alexöndru Líf Arnarsdóttur sem er mætt á sitt fyrsta stórmót eftir að hafa spilað fyrsta landsleikinn í vor. Áhugavert verður samt hvernig íslenska liðið mun tækla þýska liðið sem spilar oft án línumanns. Spennandi verður svo að sjá hverjar stíga upp á, stærsta sviði handboltans, í opnunarleik HM undir skærum ljósum í stútfullri höll í Stuttgart. Afar ólíklegt er að þó sigur skili sér gegn ógnarsterkum þýsku liði en stefnan er sett á að sýna góða frammistöðu og stríða þeim sem mest. Leikurinn mun því vonandi nýtast liðinu til uppbyggingar fyrir næstu leiki gegn Serbíu og Úrúgvæ, þar sem stefnan er sett á sigur og áframhald í milliriðil. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00 „Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00
„Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01