Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar 26. nóvember 2025 12:32 Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun