Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun