Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun