Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar 26. nóvember 2025 14:32 Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun