Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2025 15:12 Umaro Sissoco Embalo, forseti Gíneau-Bissaú, segist hafa verið handtekinn af hermönnum. AP/Stephane de Sakutin Enn eitt valdaránið hefur verið framið á vesturströnd Afríku. Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist í dag hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni í dag. Tveir æðstu herforingjar landsins og innanríkisráðherra munu einnig hafa verið handteknir en skothríð heyrðist í Bissaú, höfuðborginni, fyrr í dag. Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05. Gínea-Bissaú Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05.
Gínea-Bissaú Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira