„Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2025 17:03 Ólafi Stephensen, til vinstri, líst ekkert á frumvarp Daða Más Kristóferssonar, til hægri. Vísir Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum. Þetta kemur fram í umsögn sem FA sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að beiðni nefndarinnar í dag. Daði Már mælti fyrir frumvarpinu á mánudag í síðustu viku og það gekk til nefndarinnar eftir samþykkt Alþingis í tveimur atkvæðagreiðslum. Í umsögninni segir að í frumvarpinu sé að finna fjórar greinar sem ekki var að finna í frumvarpsdrögum sem félagið hafði þegar veitt umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Ákvæðin opin fyrir túlkun Þar leggi Daði Már til að með breytingum á tollalögum verði honum veittar heimildir til að beita svokölluðum verndarráðstöfunum gagnvart innflutningi. Þannig heimili tiltekin ákvæði ráðherra að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Í annarri grein sé jafnframt lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að grípa til mótvægisaðgerða í formi endurskoðunar gjalda og niðurfellingar tollívilnana, verði innlendir framleiðendur fyrir áhrifum af verndarráðstöfunum annars ríkis. „FA leggst eindregið gegn samþykkt þessara ákvæða. Að mati félagsins eru þau opin fyrir túlkun og auðvelt að misnota þau í þágu verndarstefnu, það er til að vernda innlenda framleiðslu fyrir eðlilegri alþjóðlegri samkeppni og valda um leið hagsmunum bæði neytenda og innflytjenda skaða. Enn alvarlegra er að með þessum ákvæðum er verið að framselja fjármála- og efnahagsráðherra skattlagningarvald, sem samkvæmt stjórnarskrá Íslands er í höndum Alþingis eins. Efni frumvarpsins gengur bersýnilega í berhögg við skýr ákvæði stjórnarskrár sem banna það framsal skattlagningarvalds sem þar er lagt til.“ Eins og enginn í ráðuneytinu hafi lesið fjölda dóma um málið Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA segir í samtali við Vísi að áform fjármálaráðherra slái hann afar illa. „Fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til dómstóla til að sækja rétt sinn samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Það er engu líkara en að í fjármálaráðuneytinu hafi enginn lesið þá mörgu dóma sem hafa fallið. Það væri að okkar mati fullkomið hneyksli að Alþingi samþykkti þessi ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér skýrt og opinskátt brot á stjórnarskránni.“ Tvítekið bann Í umsögninni vitnar FA til 40. greinar stjórnarskrár, sem mælir fyrir um að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum, og 77. greinar hennar, sem mælir fyrir um að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Í skýringu með síðarnefnda ákvæðinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hafi sagt að með orðalaginu í ákvæðinu væri leitast við að taka af skarið með miklu ákveðnari hætti en væri gert í 40. gr. stjórnarskrárinnar um að löggjafinn megi ekki framselja til framkvæmdarvaldsins ákvörðunarrétt um fyrrnefnd atriði, heldur yrði að taka afstöðu til þeirra í settum lögum. „Bannið við framsali skattlagningarvalds er því svo skýrt í stjórnarskránni að það er í raun tvítekið,“ segir í umsögninni. Þá segir að enginn vafi leiki á því að tollar teljist til skatta í skilningi stjórnarskrárinnar. Ofangreind ákvæði frumvarpins, yrðu þau samþykkt, myndu brjóta í bága við þessi ákvæði stjórnarskrárinnar og, miðað við áralanga dómaframkvæmd Hæstaréttar , ekki standast fyrir dómi. Átta ár ekki sérlega afmarkaður gildistími Þá er kafli greinargerðar frumvarpsins um samræmi þess við stjórnarskrána í umsögninni sögð ófullnægjandi, mótsagnakennd og hreinlega ekki í samræmi við meginreglur íslenskrar stjórnskipunar. „Í kaflanum sé vitnað til ofangreindra 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar, en sagt að verndarráðstafanirnar feli í sér „tímabundna og afmarkaða heimild". „Annars staðar í greinargerðinni kemur hins vegar fram að verndartollarnir geti verið í gildi í allt að átta ár! Það er ekki mjög afmarkaður gildistími. Ekkert í stjórnarskránni heimilar heldur tímabundið framsal skattlagningarvalds til ráðherra. Bann 40. og 77. gr. stjórnarskrár er fortakslaust og skiptir þar engu máli hvort framsalið er tímabundið eða afmarkað.“ Þá segir að í greinargerðinni segi að þar sem ráðherra sé skylt, samkvæmt tollalögum, að birta ákvörðun sína í Stjórnartíðindum, geti Alþingi sinnt eftirlitshlutverki sínu, telji það ástæðu til. „Hér er enn talað eins og ráðherra hafi eitthvert skattlagningarvald, sem þingið eigi að hafa eftirlit með. Enn er því ástæða til að árétta það sem að framan segir: Ráðherrar hafa ekkert skattlagningarvald. Stjórnarskráin bannar það.“ Alþingi geti ekki leyft sér að samþykkja frumvarpið Loks segir í umsögninni að í greinargerðinni komi ekki annað fram um nauðsyn breytinga á tollalögum en að grundvallarbreytingar hafi orðið á alþjóðaviðskiptum á undanförnum árum, aðfangakeðjur hafi reynst brothættar og viðkvæmar fyrir áföllum og að pólitísk spenna hafi raskað annars traustum viðskiptasamböndum. Við slíkar aðstæður geti reynst mikilvægt að gera stjórnvöldum kleift að bregðast skjótt við til verndar innlendri framleiðslu, á ábyrgan og gagnsæjan hátt í samræmi við skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. „FA telur það liggja algjörlega Í augum uppi að slík viðbrögð stjórnvalda verði að rúmast innan ramma stjórnarskrár Íslands. Það blasir við að ákvarðanir um breytingar á tollum, hvort heldur eru undirboðs- , jöfnunar- eða verndartollum, verða að koma til kasta Alþingis og ekki er hægt að fela ráðherrum vald til að gera slíkar breytingar á skattlagningu. Alþingi getur ekki leyft sér að samþykkja stjórnarfrumvarp sem fer þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar með svo augljósum og opinskáum hætti.“ Atvinnurekendur Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn sem FA sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að beiðni nefndarinnar í dag. Daði Már mælti fyrir frumvarpinu á mánudag í síðustu viku og það gekk til nefndarinnar eftir samþykkt Alþingis í tveimur atkvæðagreiðslum. Í umsögninni segir að í frumvarpinu sé að finna fjórar greinar sem ekki var að finna í frumvarpsdrögum sem félagið hafði þegar veitt umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Ákvæðin opin fyrir túlkun Þar leggi Daði Már til að með breytingum á tollalögum verði honum veittar heimildir til að beita svokölluðum verndarráðstöfunum gagnvart innflutningi. Þannig heimili tiltekin ákvæði ráðherra að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Í annarri grein sé jafnframt lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að grípa til mótvægisaðgerða í formi endurskoðunar gjalda og niðurfellingar tollívilnana, verði innlendir framleiðendur fyrir áhrifum af verndarráðstöfunum annars ríkis. „FA leggst eindregið gegn samþykkt þessara ákvæða. Að mati félagsins eru þau opin fyrir túlkun og auðvelt að misnota þau í þágu verndarstefnu, það er til að vernda innlenda framleiðslu fyrir eðlilegri alþjóðlegri samkeppni og valda um leið hagsmunum bæði neytenda og innflytjenda skaða. Enn alvarlegra er að með þessum ákvæðum er verið að framselja fjármála- og efnahagsráðherra skattlagningarvald, sem samkvæmt stjórnarskrá Íslands er í höndum Alþingis eins. Efni frumvarpsins gengur bersýnilega í berhögg við skýr ákvæði stjórnarskrár sem banna það framsal skattlagningarvalds sem þar er lagt til.“ Eins og enginn í ráðuneytinu hafi lesið fjölda dóma um málið Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA segir í samtali við Vísi að áform fjármálaráðherra slái hann afar illa. „Fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til dómstóla til að sækja rétt sinn samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Það er engu líkara en að í fjármálaráðuneytinu hafi enginn lesið þá mörgu dóma sem hafa fallið. Það væri að okkar mati fullkomið hneyksli að Alþingi samþykkti þessi ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér skýrt og opinskátt brot á stjórnarskránni.“ Tvítekið bann Í umsögninni vitnar FA til 40. greinar stjórnarskrár, sem mælir fyrir um að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum, og 77. greinar hennar, sem mælir fyrir um að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Í skýringu með síðarnefnda ákvæðinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hafi sagt að með orðalaginu í ákvæðinu væri leitast við að taka af skarið með miklu ákveðnari hætti en væri gert í 40. gr. stjórnarskrárinnar um að löggjafinn megi ekki framselja til framkvæmdarvaldsins ákvörðunarrétt um fyrrnefnd atriði, heldur yrði að taka afstöðu til þeirra í settum lögum. „Bannið við framsali skattlagningarvalds er því svo skýrt í stjórnarskránni að það er í raun tvítekið,“ segir í umsögninni. Þá segir að enginn vafi leiki á því að tollar teljist til skatta í skilningi stjórnarskrárinnar. Ofangreind ákvæði frumvarpins, yrðu þau samþykkt, myndu brjóta í bága við þessi ákvæði stjórnarskrárinnar og, miðað við áralanga dómaframkvæmd Hæstaréttar , ekki standast fyrir dómi. Átta ár ekki sérlega afmarkaður gildistími Þá er kafli greinargerðar frumvarpsins um samræmi þess við stjórnarskrána í umsögninni sögð ófullnægjandi, mótsagnakennd og hreinlega ekki í samræmi við meginreglur íslenskrar stjórnskipunar. „Í kaflanum sé vitnað til ofangreindra 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar, en sagt að verndarráðstafanirnar feli í sér „tímabundna og afmarkaða heimild". „Annars staðar í greinargerðinni kemur hins vegar fram að verndartollarnir geti verið í gildi í allt að átta ár! Það er ekki mjög afmarkaður gildistími. Ekkert í stjórnarskránni heimilar heldur tímabundið framsal skattlagningarvalds til ráðherra. Bann 40. og 77. gr. stjórnarskrár er fortakslaust og skiptir þar engu máli hvort framsalið er tímabundið eða afmarkað.“ Þá segir að í greinargerðinni segi að þar sem ráðherra sé skylt, samkvæmt tollalögum, að birta ákvörðun sína í Stjórnartíðindum, geti Alþingi sinnt eftirlitshlutverki sínu, telji það ástæðu til. „Hér er enn talað eins og ráðherra hafi eitthvert skattlagningarvald, sem þingið eigi að hafa eftirlit með. Enn er því ástæða til að árétta það sem að framan segir: Ráðherrar hafa ekkert skattlagningarvald. Stjórnarskráin bannar það.“ Alþingi geti ekki leyft sér að samþykkja frumvarpið Loks segir í umsögninni að í greinargerðinni komi ekki annað fram um nauðsyn breytinga á tollalögum en að grundvallarbreytingar hafi orðið á alþjóðaviðskiptum á undanförnum árum, aðfangakeðjur hafi reynst brothættar og viðkvæmar fyrir áföllum og að pólitísk spenna hafi raskað annars traustum viðskiptasamböndum. Við slíkar aðstæður geti reynst mikilvægt að gera stjórnvöldum kleift að bregðast skjótt við til verndar innlendri framleiðslu, á ábyrgan og gagnsæjan hátt í samræmi við skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. „FA telur það liggja algjörlega Í augum uppi að slík viðbrögð stjórnvalda verði að rúmast innan ramma stjórnarskrár Íslands. Það blasir við að ákvarðanir um breytingar á tollum, hvort heldur eru undirboðs- , jöfnunar- eða verndartollum, verða að koma til kasta Alþingis og ekki er hægt að fela ráðherrum vald til að gera slíkar breytingar á skattlagningu. Alþingi getur ekki leyft sér að samþykkja stjórnarfrumvarp sem fer þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar með svo augljósum og opinskáum hætti.“
Atvinnurekendur Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira