Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2025 10:17 Frá undirrituninni í morgun. Vísir/SmáriJökull Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Um er að ræða stækkun á olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins í Helguvík, sem felur í sér byggingu nýs 390 metra viðlegukants og birgðageymslu fyrir 25 þúsund rúmmetra af skipaeldsneyti. Um er að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins sem fjármagnar framkvæmdirnar, en áætlað er að fjárfesting bandalagsins geti numið allt að tíu milljörðum króna. „Það er mikilvægt að styrkja varnarinnviði og getu hér á Íslandi til að geta tryggt betur stuðning við skip bandalagsríkja sem sinna eftirlit og aðgerðum á Norður-Atlantshafi. Þá nýtist þessi aðstaða einnig fyrir okkur og stuðlar jafnframt að auknu öryggi hvað varðar eldsneytisbirgðir og hafnaraðstöðu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Nú stendur yfir undirbúningsvinna og hönnun umræddra mannvirkja í Helguvík sem jafnframt geta nýst í borgaralegum tilgangi. Stefnt er að því framkvæmdir hefjist síðla árs 2026 og þeim ljúki árið 2029. „Reykjanesbær og Reykjaneshöfn fagna fyrirhugaðri uppbyggingu mannvirkja á vegum Atlantshafsbandalagsins í Helguvík, sem ætlað er að auka öryggi á Norður-Atlantshafi,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Fréttin var uppfærð með uppfærðri tilkynningu ráðuneytisins. NATO Utanríkismál Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Um er að ræða stækkun á olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins í Helguvík, sem felur í sér byggingu nýs 390 metra viðlegukants og birgðageymslu fyrir 25 þúsund rúmmetra af skipaeldsneyti. Um er að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins sem fjármagnar framkvæmdirnar, en áætlað er að fjárfesting bandalagsins geti numið allt að tíu milljörðum króna. „Það er mikilvægt að styrkja varnarinnviði og getu hér á Íslandi til að geta tryggt betur stuðning við skip bandalagsríkja sem sinna eftirlit og aðgerðum á Norður-Atlantshafi. Þá nýtist þessi aðstaða einnig fyrir okkur og stuðlar jafnframt að auknu öryggi hvað varðar eldsneytisbirgðir og hafnaraðstöðu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Nú stendur yfir undirbúningsvinna og hönnun umræddra mannvirkja í Helguvík sem jafnframt geta nýst í borgaralegum tilgangi. Stefnt er að því framkvæmdir hefjist síðla árs 2026 og þeim ljúki árið 2029. „Reykjanesbær og Reykjaneshöfn fagna fyrirhugaðri uppbyggingu mannvirkja á vegum Atlantshafsbandalagsins í Helguvík, sem ætlað er að auka öryggi á Norður-Atlantshafi,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Fréttin var uppfærð með uppfærðri tilkynningu ráðuneytisins.
NATO Utanríkismál Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira