Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2025 11:30 Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun