„Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:00 Um stafrænt ofbeldi í nánum samböndum. Í veruleika þar sem við erum flest með símann í hendinni allan daginn, þar sem við deilum með ókunnugum myndböndum af okkar innilegustu stundum, þar sem við svörum skilaboðum helst innan nokkurra mínútna, þar sem okkur þykir sjálfsagt að láta forrit rekja ferðir okkar nánustu í nafni öryggis – þá getur verið ansi flókið að koma auga á hvar almenn notkun á daglegri tækni endar og hvar stafrænt ofbeldi í nánu sambandi hefst. Það sem við vitum þó er að það er mikilvægt að við leggjum okkur betur fram við að skilgreina þessi mörk því að stafrænt ofbeldi er ört vaxandi lífshættuleg ógn sem ber að taka alvarlega. Stafrænt ofbeldi er ein margra birtingamynda kynbundis ofbeldis í nánum samböndum. Þó svo að þessi birtingamynd sé í stöðugri þróun þá er það alveg skýrt að grunnur og tilgangur ofbeldisins er alltaf sá sami: Að leita allra leiða til þess að stjórna, kúga og einangra þolandann. Með hjálp tækninnar finna gerendur sífellt fleiri leiðir til þess að fylgjast með öllum ferðum maka síns, athöfnum og samskiptum við aðra. Tæknin er nýtt til kúgunar í formi stanslausra símtala og skilaboða eða hótanna um birtingu mynda, viðkvæmra upplýsinga og falskra skilaboða, svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar tilfinning í Kvennaathvarfinu að innan sambanda þar sem ofbeldi er beitt er nánast undantekningalaust einnig beitt starfrænu ofbeldi í einhverjum mæli, og er þá misjafnt hvort að þolandi sé yfirhöfuð meðvitaður um allt það stafræna umsátur sem hafði átt sér stað á meðan á sambandinu stóð. Stafrænt ofbeldi eftir skilnað Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu standa á tímamótum í lífi sínu þar sem þær eru að taka það risastóra skref að stíga út úr ofbeldissambandi. Skrefið getur verið þungt og þröskuldurinn inn í athvarfið hár, því eins og við flest vitum er ofbeldi í nánu sambandi virkilega flókið fyrirbæri. Það er þó okkar reynsla í gegnum árin að þegar að yfir þröskuldinn er komið þá læðist gjarnan að bæði konum og börnum þeirra léttir og vaxandi trú á að það sé möguleiki á að byggja upp líf án ofbeldis. Á síðari árum hafa margar konur þó þurft að glíma áfram við alvarlegt stafrænt ofbeldi eftir að í athvarfið er komið, þar sem gerandi leitar allra leiða til að smjúga sér aftur inní líf þolandans. Sömu sögu segja konur sem leita til okkar í viðtalsþjónustu, en af þeim hundruðum kvenna sem þiggja hjá okkur ráðgjöf vegna ofbeldis á ári hverju, þá er um helmingur þeirra að leita aðstoðar vegna fyrrum maka. Skrefið hefur verið stigið en ofbeldið heldur áfram. Öryggiskenndin, styrkurinn og sjálfstæðið, sem þær þrá svo heitt, er hrifsað af þeim og ferlið verður svo flókið að trúin á líf án ofbeldis dofnar. Það er vel þekkt að ofbeldi á það til að stigmagnast og verða mun hættulegra þegar þolandi ákveður að fara. En í stað þess að geta tryggt öryggi þolenda á þessum viðkvæma tímapunkti – þá er ofbeldið áfram alltumlykjandi. Áhrif slíks umsáturseineltis eftir að sambandi lýkur geta verið gríðarlega alvarleg og einfaldlega rænt þolendur andlegri heilsu. Nauðungastjórnun er dauðans alvara Stöðugt koma fram nýjar leiðir og ný verkfæri sem skapa veruleika þar sem þolandi ofbeldis getur ekki um frjálst höfuð strokið þó svo að gerandi sé hvergi nærri. Ofbeldið flæðir inn í öll rými í lífi þolandans og leiðir til slíks vanmáttar að það getur virðst vonlaust að komast út úr aðstæðum. Slíkt ofbeldi er það sem telst til nauðungarstjórnunar er ekki síður hættulegt en alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Nauðungarstjórnun (Coercive Control) er kerfisbundið endurtekið ofbeldi sem miðar að því að stjórna og kúga annan aðila, þá með að takmarka frelsi og sjálfstæði viðkomandi. Rannsóknir sýna að slík stjórnun getur stigmagnast og orðið mjög hættuleg. Efsta stig nauðungastjórnunar getur endað með morði en í mörgum tilfella er ekki um að ræða líkamlegt ofbeldi fram að þeim verknaði. Á síðustu árum hafa allnokkrar þjóðir samþykkt löggjöf þar sem gerendur eru sóttir til saka á grundvelli gruns um nauðungastjórnun, algerlega óháð því hvort um hafi verið að ræða líkamlegt ofbeldi eða ekki. Birtingamyndir kynbundis ofbeldis í nánum samböndum eru margar. Það krefst þjálfunar og fræðslu að koma auga á og bregðast við slíku ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk í framlínu, lögregla og dómstólar séu vel með á nótunum – bæði varðandi eðli slíks ofbeldis og þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í heimi starfræns ofbeldis. Við þurfum að vera vel upplýst um alvarleika stafræns ofbeldis og þeirra afleiðinga sem það getur haft. Mikilvægt er að lögregla taki tilkynningum um nauðungastjórnun af mikilli alvöru og að dómstólar nýti lagarammann til að dæma í slíkum málum – þó svo að líkamlegt ofbeldi sé ekki til staðar. Einnig er mikilvægt að viðbragðsaðilar séu vel þjálfaðir í að þekkja nýjustu vendingar í stafrænu ofbeldi og kunni að beita aðferðum til að verja þolendur fyrir slíku ofbeldi. Mikilvægt er að við höldum áfram að læra að hreyfa okkur inni í þeirri tækniveröld sem umlykur okkur. Það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið heldur hvernig við notum hana, hvernig við kynnum nýjar kynslóðir fyrir henni og að við setjum okkur leikreglur sem tryggja að mörkin milli almennrar tækninotkunnar og ofbeldis verði skýr. Framþróun í tækni mun halda áfram og á meðan enn fær að geysa óáreittur faraldur kynbundis ofbeldis munu gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að beita nauðungastjórnun. Það er okkar að skapa umhverfi og samfélag sem ekki líður slíka kúgun og frelsissviptingu. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um stafrænt ofbeldi í nánum samböndum. Í veruleika þar sem við erum flest með símann í hendinni allan daginn, þar sem við deilum með ókunnugum myndböndum af okkar innilegustu stundum, þar sem við svörum skilaboðum helst innan nokkurra mínútna, þar sem okkur þykir sjálfsagt að láta forrit rekja ferðir okkar nánustu í nafni öryggis – þá getur verið ansi flókið að koma auga á hvar almenn notkun á daglegri tækni endar og hvar stafrænt ofbeldi í nánu sambandi hefst. Það sem við vitum þó er að það er mikilvægt að við leggjum okkur betur fram við að skilgreina þessi mörk því að stafrænt ofbeldi er ört vaxandi lífshættuleg ógn sem ber að taka alvarlega. Stafrænt ofbeldi er ein margra birtingamynda kynbundis ofbeldis í nánum samböndum. Þó svo að þessi birtingamynd sé í stöðugri þróun þá er það alveg skýrt að grunnur og tilgangur ofbeldisins er alltaf sá sami: Að leita allra leiða til þess að stjórna, kúga og einangra þolandann. Með hjálp tækninnar finna gerendur sífellt fleiri leiðir til þess að fylgjast með öllum ferðum maka síns, athöfnum og samskiptum við aðra. Tæknin er nýtt til kúgunar í formi stanslausra símtala og skilaboða eða hótanna um birtingu mynda, viðkvæmra upplýsinga og falskra skilaboða, svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar tilfinning í Kvennaathvarfinu að innan sambanda þar sem ofbeldi er beitt er nánast undantekningalaust einnig beitt starfrænu ofbeldi í einhverjum mæli, og er þá misjafnt hvort að þolandi sé yfirhöfuð meðvitaður um allt það stafræna umsátur sem hafði átt sér stað á meðan á sambandinu stóð. Stafrænt ofbeldi eftir skilnað Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu standa á tímamótum í lífi sínu þar sem þær eru að taka það risastóra skref að stíga út úr ofbeldissambandi. Skrefið getur verið þungt og þröskuldurinn inn í athvarfið hár, því eins og við flest vitum er ofbeldi í nánu sambandi virkilega flókið fyrirbæri. Það er þó okkar reynsla í gegnum árin að þegar að yfir þröskuldinn er komið þá læðist gjarnan að bæði konum og börnum þeirra léttir og vaxandi trú á að það sé möguleiki á að byggja upp líf án ofbeldis. Á síðari árum hafa margar konur þó þurft að glíma áfram við alvarlegt stafrænt ofbeldi eftir að í athvarfið er komið, þar sem gerandi leitar allra leiða til að smjúga sér aftur inní líf þolandans. Sömu sögu segja konur sem leita til okkar í viðtalsþjónustu, en af þeim hundruðum kvenna sem þiggja hjá okkur ráðgjöf vegna ofbeldis á ári hverju, þá er um helmingur þeirra að leita aðstoðar vegna fyrrum maka. Skrefið hefur verið stigið en ofbeldið heldur áfram. Öryggiskenndin, styrkurinn og sjálfstæðið, sem þær þrá svo heitt, er hrifsað af þeim og ferlið verður svo flókið að trúin á líf án ofbeldis dofnar. Það er vel þekkt að ofbeldi á það til að stigmagnast og verða mun hættulegra þegar þolandi ákveður að fara. En í stað þess að geta tryggt öryggi þolenda á þessum viðkvæma tímapunkti – þá er ofbeldið áfram alltumlykjandi. Áhrif slíks umsáturseineltis eftir að sambandi lýkur geta verið gríðarlega alvarleg og einfaldlega rænt þolendur andlegri heilsu. Nauðungastjórnun er dauðans alvara Stöðugt koma fram nýjar leiðir og ný verkfæri sem skapa veruleika þar sem þolandi ofbeldis getur ekki um frjálst höfuð strokið þó svo að gerandi sé hvergi nærri. Ofbeldið flæðir inn í öll rými í lífi þolandans og leiðir til slíks vanmáttar að það getur virðst vonlaust að komast út úr aðstæðum. Slíkt ofbeldi er það sem telst til nauðungarstjórnunar er ekki síður hættulegt en alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Nauðungarstjórnun (Coercive Control) er kerfisbundið endurtekið ofbeldi sem miðar að því að stjórna og kúga annan aðila, þá með að takmarka frelsi og sjálfstæði viðkomandi. Rannsóknir sýna að slík stjórnun getur stigmagnast og orðið mjög hættuleg. Efsta stig nauðungastjórnunar getur endað með morði en í mörgum tilfella er ekki um að ræða líkamlegt ofbeldi fram að þeim verknaði. Á síðustu árum hafa allnokkrar þjóðir samþykkt löggjöf þar sem gerendur eru sóttir til saka á grundvelli gruns um nauðungastjórnun, algerlega óháð því hvort um hafi verið að ræða líkamlegt ofbeldi eða ekki. Birtingamyndir kynbundis ofbeldis í nánum samböndum eru margar. Það krefst þjálfunar og fræðslu að koma auga á og bregðast við slíku ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk í framlínu, lögregla og dómstólar séu vel með á nótunum – bæði varðandi eðli slíks ofbeldis og þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í heimi starfræns ofbeldis. Við þurfum að vera vel upplýst um alvarleika stafræns ofbeldis og þeirra afleiðinga sem það getur haft. Mikilvægt er að lögregla taki tilkynningum um nauðungastjórnun af mikilli alvöru og að dómstólar nýti lagarammann til að dæma í slíkum málum – þó svo að líkamlegt ofbeldi sé ekki til staðar. Einnig er mikilvægt að viðbragðsaðilar séu vel þjálfaðir í að þekkja nýjustu vendingar í stafrænu ofbeldi og kunni að beita aðferðum til að verja þolendur fyrir slíku ofbeldi. Mikilvægt er að við höldum áfram að læra að hreyfa okkur inni í þeirri tækniveröld sem umlykur okkur. Það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið heldur hvernig við notum hana, hvernig við kynnum nýjar kynslóðir fyrir henni og að við setjum okkur leikreglur sem tryggja að mörkin milli almennrar tækninotkunnar og ofbeldis verði skýr. Framþróun í tækni mun halda áfram og á meðan enn fær að geysa óáreittur faraldur kynbundis ofbeldis munu gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að beita nauðungastjórnun. Það er okkar að skapa umhverfi og samfélag sem ekki líður slíka kúgun og frelsissviptingu. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun