„Þær eru með frábæran línumann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 08:01 Arnar Pétursson hefur úr öðrum leikmönnum að moða á HM en á síðustu stórmótum. vísir / ívar Eftir tap í opnunarleiknum á HM í handbolta tekur annað erfitt verkefni við hjá stelpunum okkar í dag, í formi Serbíu, þar sem sérstakar gætur þarf að hafa á línumanninum. „Þær eru massívar, sterkar líkamlega, grimmar varnarlega, það er mikill þungi í öllum árásunum hjá þeim og þær eru með frábæran línumann sem að hefur verið í toppklassa undanfarin ár. Þær reyna mikið að búa til svæði fyrir hana og dæla miklu inn á hana“ segir landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Pétursson, um andstæðing kvöldsins. Línumaðurinn sem um ræðir er Dragana Cvijic, 35 ára og 183 sentimetra leikmaður Ferencvarosi í Ungverjalandi. Hún var valin besti línumaður HM 2013, þegar Serbía vann silfur, og var einnig besti línumaður Meistaradeildarinnar 2018. Cvijic hætti í landsliðinu fyrir nokkrum árum en sneri aftur, ásamt Andreu Lekic og núverandi fyrirliðanum Katarinu Krpez-Slezak, eftir HM 2023 þar sem Serbía náði sögulega slökum árangri sem varð til þess að þjálfarinn var rekinn. Andrea Lekic mun hins vegar ekki kljást við stelpurnar okkar inni á vellinum í kvöld, hún lagði skóna á hilluna eftir að Serbía tryggði sér sætið á HM og er hluti af þjálfarateymi liðsins. Klippa: Arnar ánægður með frammistöðuna og spenntur fyrir Serbíu Íslandi gæti þá borist liðsstyrkur á línuna, til að hjálpa til við að stöðva hina ógnarsterku Cvijic. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. „Við eigum eftir að taka endanlega ákvörðun um það en hún kemur mjög vel út úr öllum testum og er heil“ sagði Arnar en sextán manna leikmannahópur Íslands fyrir leik kvöldsins verður tilkynntur síðar í dag. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Þær eru massívar, sterkar líkamlega, grimmar varnarlega, það er mikill þungi í öllum árásunum hjá þeim og þær eru með frábæran línumann sem að hefur verið í toppklassa undanfarin ár. Þær reyna mikið að búa til svæði fyrir hana og dæla miklu inn á hana“ segir landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Pétursson, um andstæðing kvöldsins. Línumaðurinn sem um ræðir er Dragana Cvijic, 35 ára og 183 sentimetra leikmaður Ferencvarosi í Ungverjalandi. Hún var valin besti línumaður HM 2013, þegar Serbía vann silfur, og var einnig besti línumaður Meistaradeildarinnar 2018. Cvijic hætti í landsliðinu fyrir nokkrum árum en sneri aftur, ásamt Andreu Lekic og núverandi fyrirliðanum Katarinu Krpez-Slezak, eftir HM 2023 þar sem Serbía náði sögulega slökum árangri sem varð til þess að þjálfarinn var rekinn. Andrea Lekic mun hins vegar ekki kljást við stelpurnar okkar inni á vellinum í kvöld, hún lagði skóna á hilluna eftir að Serbía tryggði sér sætið á HM og er hluti af þjálfarateymi liðsins. Klippa: Arnar ánægður með frammistöðuna og spenntur fyrir Serbíu Íslandi gæti þá borist liðsstyrkur á línuna, til að hjálpa til við að stöðva hina ógnarsterku Cvijic. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. „Við eigum eftir að taka endanlega ákvörðun um það en hún kemur mjög vel út úr öllum testum og er heil“ sagði Arnar en sextán manna leikmannahópur Íslands fyrir leik kvöldsins verður tilkynntur síðar í dag. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira