Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:05 Kristrún hefur skipa stýrihóp og Þorbjörg Sigríður mun skipa aðgerðahóp en hefur gefið út að ráðuneytið geti ekki greitt fyrir stöðu verkefnastjóra hjá almannavarnadeild þó það sé þörf á honum. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. Í stýrihópnum munu sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, atvinnuvegaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Í svari frá forsætisráðuneytinu um stýrihópinn segir að hlutverk hans verði, meðal annars, að tryggja yfirsýn vegna allra verkþátta sem tengjast atburðinum ásamt því að tryggja samræmda og samhæfða nálgun ráðuneyta og undirstofnanna þeirra auk sveitarfélaga. Stýrihópurinn mun jafnframt leggja mat á kostnað vegna atburðarins og móta tillögur vegna fjármögnunar og horfir í þeim efnum til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga. Fulltrúi dómsmálaráðuneytis í stýrihópnum verður tengiliður við aðgerðahópinn sem mun meðal annars hafa það hlutverk að skipuleggja og tryggja öryggi, styðja við gerð viðbragðsáætlana og samhæfa aðgerðir í þeim landshlutum og umdæmum sem verða fyrir mestum áhrifum. Í svarinu kemur fram að aðgerðahópurinn muni enn fremur kortleggja og þolmarkagreina þá staði sem verða líklega vinsælastir til að berja almyrkvann augum og samhæfir aðgerðir lögreglu, viðbragðsaðila, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og ferðaþjónustuaðila. Dómsmálaráðuneyti á ekki fjármagn fyrir verkefnastjóra Aðgerðahópurinn mun starfa náið með stýrihópnum og hrindir samþykktum ákvörðunum í framkvæmd. Þá kemur fram að tryggja þurfi að almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafi yfir að ráða verkefnastjóra sem geti leitt starf aðgerðahópsins en fyrir liggur af hálfu dómsmálaráðuneytisins að ekki er svigrúm innan fjárhagsramma embættisins eða málefnasviðsins hjá ráðuneytinu. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins mun stýrihópurinn, í samvinnu við almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, skila skýrslu til forsætisráðherra og dómsmálaráðherra eigi síðar en 15. október 2026 þar sem fjallað verður um hvernig til hafi tekist við að samhæfa og samræma undirbúning vegna almyrkvans ásamt því að dreginn verði lærdómur sem geti nýst við skipulagningu og samhæfingu stærri viðburða. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í stýrihópnum munu sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, atvinnuvegaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Í svari frá forsætisráðuneytinu um stýrihópinn segir að hlutverk hans verði, meðal annars, að tryggja yfirsýn vegna allra verkþátta sem tengjast atburðinum ásamt því að tryggja samræmda og samhæfða nálgun ráðuneyta og undirstofnanna þeirra auk sveitarfélaga. Stýrihópurinn mun jafnframt leggja mat á kostnað vegna atburðarins og móta tillögur vegna fjármögnunar og horfir í þeim efnum til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga. Fulltrúi dómsmálaráðuneytis í stýrihópnum verður tengiliður við aðgerðahópinn sem mun meðal annars hafa það hlutverk að skipuleggja og tryggja öryggi, styðja við gerð viðbragðsáætlana og samhæfa aðgerðir í þeim landshlutum og umdæmum sem verða fyrir mestum áhrifum. Í svarinu kemur fram að aðgerðahópurinn muni enn fremur kortleggja og þolmarkagreina þá staði sem verða líklega vinsælastir til að berja almyrkvann augum og samhæfir aðgerðir lögreglu, viðbragðsaðila, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og ferðaþjónustuaðila. Dómsmálaráðuneyti á ekki fjármagn fyrir verkefnastjóra Aðgerðahópurinn mun starfa náið með stýrihópnum og hrindir samþykktum ákvörðunum í framkvæmd. Þá kemur fram að tryggja þurfi að almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafi yfir að ráða verkefnastjóra sem geti leitt starf aðgerðahópsins en fyrir liggur af hálfu dómsmálaráðuneytisins að ekki er svigrúm innan fjárhagsramma embættisins eða málefnasviðsins hjá ráðuneytinu. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins mun stýrihópurinn, í samvinnu við almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, skila skýrslu til forsætisráðherra og dómsmálaráðherra eigi síðar en 15. október 2026 þar sem fjallað verður um hvernig til hafi tekist við að samhæfa og samræma undirbúning vegna almyrkvans ásamt því að dreginn verði lærdómur sem geti nýst við skipulagningu og samhæfingu stærri viðburða.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17