Flensan orðin að faraldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 12:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir flensufaraldur skollinn á. Vísir/Arnar Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05