Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2025 13:00 Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun