Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 22:19 Elísa Elíasdóttir hefur jafnað sig á axlarmeiðslum og kom inn í íslenska hópinn fyrir leik kvöldsins. sýn sport Elísa Elíasdóttir kom inn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Serbíu á HM. Hann tapaðist naumlega, 27-26. Elísu fannst línumaðurinn sterki, Dragana Cvijic, afar leiðinlegur mótherji. „Það er ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega sárt,“ sagði Elísa í samtali við Ágúst Orra Arnarson, aðspurð hvernig væri að heyra sigursöngva serbnesku leikmannanna óma eftir leikinn. Klippa: Elísu fannst Serbinn algjör tuddi „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég er mjög pirruð. En ég er ógeðslega ánægð með árangurinn okkar í seinni hálfleiknum og stolt af okkur. Við vorum svo nálægt því.“ Elísa barðist við hina stóru og öflugu Cvijic í leiknum í kvöld. „Það var ógeðslega leiðinlegt að eiga við hana. Hún er grófur leikmaður, notar olnbogann, er að fiska og fagnar í andlitið á manni. Maður verður trítilóður á henni. En það var bara gaman að fá nýja áskorun,“ sagði Elísa. „Þetta er bara reynsla í henni. Hún hefur örugglega fimmtán ár á mig þannig ég verð vonandi orðin svona mikill tuddi þegar ég verð kominn á þennan aldur.“ Íslendingar lentu mest sjö mörkum undir, 24-17, en með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu komu íslensku stelpurnar til baka og voru hársbreidd frá því að ná í stig. „Ég get varla komið því í orð hvað ég er stolt af liðinu. Fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp,“ sagði Elísa. „Þessi hópur er búinn að æfa lengi saman og við erum að ná þessum árangri á móti gífurlega sterku liði. Ég er spennt fyrir komandi tímum og full af stolti.“ Elísa hefur glímt við axlarmeiðsli en segir þau heyra sögunni til. „Ég hef aldrei verið betri,“ sagði Eyjakonan ákveðin að endingu. Viðtalið við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. 28. nóvember 2025 22:01 „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Úff, við fundum lyktina af sigrinum, þetta var mjög svekkjandi“ sagði landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir, sem sýndi hetjulega frammistöðu í grátlegu 27-26 tapi Íslands gegn Serbíu á HM. 28. nóvember 2025 22:01 „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Það er ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega sárt,“ sagði Elísa í samtali við Ágúst Orra Arnarson, aðspurð hvernig væri að heyra sigursöngva serbnesku leikmannanna óma eftir leikinn. Klippa: Elísu fannst Serbinn algjör tuddi „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég er mjög pirruð. En ég er ógeðslega ánægð með árangurinn okkar í seinni hálfleiknum og stolt af okkur. Við vorum svo nálægt því.“ Elísa barðist við hina stóru og öflugu Cvijic í leiknum í kvöld. „Það var ógeðslega leiðinlegt að eiga við hana. Hún er grófur leikmaður, notar olnbogann, er að fiska og fagnar í andlitið á manni. Maður verður trítilóður á henni. En það var bara gaman að fá nýja áskorun,“ sagði Elísa. „Þetta er bara reynsla í henni. Hún hefur örugglega fimmtán ár á mig þannig ég verð vonandi orðin svona mikill tuddi þegar ég verð kominn á þennan aldur.“ Íslendingar lentu mest sjö mörkum undir, 24-17, en með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu komu íslensku stelpurnar til baka og voru hársbreidd frá því að ná í stig. „Ég get varla komið því í orð hvað ég er stolt af liðinu. Fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp,“ sagði Elísa. „Þessi hópur er búinn að æfa lengi saman og við erum að ná þessum árangri á móti gífurlega sterku liði. Ég er spennt fyrir komandi tímum og full af stolti.“ Elísa hefur glímt við axlarmeiðsli en segir þau heyra sögunni til. „Ég hef aldrei verið betri,“ sagði Eyjakonan ákveðin að endingu. Viðtalið við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. 28. nóvember 2025 22:01 „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Úff, við fundum lyktina af sigrinum, þetta var mjög svekkjandi“ sagði landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir, sem sýndi hetjulega frammistöðu í grátlegu 27-26 tapi Íslands gegn Serbíu á HM. 28. nóvember 2025 22:01 „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. 28. nóvember 2025 22:01
„Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Úff, við fundum lyktina af sigrinum, þetta var mjög svekkjandi“ sagði landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir, sem sýndi hetjulega frammistöðu í grátlegu 27-26 tapi Íslands gegn Serbíu á HM. 28. nóvember 2025 22:01
„Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44