„Mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 13:00 Njáll Trausti vonar að þingsályktunartillagan verði skref í átt að hugarfarsbreytingu landsmanna. Vísir/Anton Brink Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna sem upp er komin á fjölmiðlamarkaði grafalvarlega. Nauðsynlegt sé að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla í þágu lýðræðis í landinu. Eins og greint var frá í gær munu kvöldfréttir Sýnar hætta göngu sinni um helgar frá og með mánaðamótum. Fram kom í tilkynningu frá Sýn í gær að það væri vegna erfiðs rekstrarumhverfis, umsvifa RÚV á auglýsingamarkaði og umsvifa erlendra veitna á markaðnum. „Þetta er bara vont fyrir lýðræðislega umræðu í landinu, þetta er bara mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu. Það að við fáum góðar fréttir og góða fréttaumfjöllun um það sem er að gerast í okkar umhverfi frá fleiri en einum stórum miðli. Það er bara mjög alvarlegt fyrir lýðræðislega umræðu ef þetta ástand er að skapast,“ segir Njáll Trausti í samtali við fréttastofu. Vonar að umsvif RÚV verði rædd Njáll Trausti hefur ásamt hópi Miðflokksmanna lagt fram þingsályktunartillögu um að fólk geti ráðstafað þriðjungi útvarpsgjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Þetta er í sjötta sinn sem tillagan er lögð fram. Njáll vonar að tillagan verði rædd alvarlega á þinginu og að umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verði rædd í annarri umræðu fjárlaga sem hefst í næstu viku. „Ég á von á því að það verði umræða um umsvif Ríkisútvarpsins í þessari umræðu varðandi fjárlögin, ég held að það sé alveg ljóst að þetta verði hluti af þeirri umræðu,“ segir Njáll. Fínt skref að hugarfarsbreytingu Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins og Logi Einarsson menningarráðherra lýstu því bæði í gær að hugarfar almennings gagnvart fjölmiðlum og fréttaflutningi þurfi að breytast. Almenningur þurfi að vera reiðubúnari til að greiða fyrir þjónustuna. Njáll Trausti tekur undir þetta og vonar að tillagan um ráðstöfun útvarpsgjaldsins geti verið liður í þeirri hugarfarsbreytingu. „Við þurfum kannski öll að huga að því hvernig þessir samfélagsmiðlar hafa verið að taka yfir allt. Það er svo mikilvægt að almenningur hafi öfluga fréttamiðla til að kynna sér málin og miðla upplýsingum betur en einhverjir samfélagsmiðlar,“ segir Njáll Trausti. „Ég held að þetta sé fínt skref inn í það og svo vonandi inni í fjárlagaumræðunni í næstu viku getum við tekið enn öflugri umræðu um umsvif Ríkisútvarpsins.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Tengdar fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 28. nóvember 2025 14:46 Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega. 28. nóvember 2025 16:50 Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Eins og greint var frá í gær munu kvöldfréttir Sýnar hætta göngu sinni um helgar frá og með mánaðamótum. Fram kom í tilkynningu frá Sýn í gær að það væri vegna erfiðs rekstrarumhverfis, umsvifa RÚV á auglýsingamarkaði og umsvifa erlendra veitna á markaðnum. „Þetta er bara vont fyrir lýðræðislega umræðu í landinu, þetta er bara mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu. Það að við fáum góðar fréttir og góða fréttaumfjöllun um það sem er að gerast í okkar umhverfi frá fleiri en einum stórum miðli. Það er bara mjög alvarlegt fyrir lýðræðislega umræðu ef þetta ástand er að skapast,“ segir Njáll Trausti í samtali við fréttastofu. Vonar að umsvif RÚV verði rædd Njáll Trausti hefur ásamt hópi Miðflokksmanna lagt fram þingsályktunartillögu um að fólk geti ráðstafað þriðjungi útvarpsgjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Þetta er í sjötta sinn sem tillagan er lögð fram. Njáll vonar að tillagan verði rædd alvarlega á þinginu og að umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verði rædd í annarri umræðu fjárlaga sem hefst í næstu viku. „Ég á von á því að það verði umræða um umsvif Ríkisútvarpsins í þessari umræðu varðandi fjárlögin, ég held að það sé alveg ljóst að þetta verði hluti af þeirri umræðu,“ segir Njáll. Fínt skref að hugarfarsbreytingu Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins og Logi Einarsson menningarráðherra lýstu því bæði í gær að hugarfar almennings gagnvart fjölmiðlum og fréttaflutningi þurfi að breytast. Almenningur þurfi að vera reiðubúnari til að greiða fyrir þjónustuna. Njáll Trausti tekur undir þetta og vonar að tillagan um ráðstöfun útvarpsgjaldsins geti verið liður í þeirri hugarfarsbreytingu. „Við þurfum kannski öll að huga að því hvernig þessir samfélagsmiðlar hafa verið að taka yfir allt. Það er svo mikilvægt að almenningur hafi öfluga fréttamiðla til að kynna sér málin og miðla upplýsingum betur en einhverjir samfélagsmiðlar,“ segir Njáll Trausti. „Ég held að þetta sé fínt skref inn í það og svo vonandi inni í fjárlagaumræðunni í næstu viku getum við tekið enn öflugri umræðu um umsvif Ríkisútvarpsins.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Tengdar fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 28. nóvember 2025 14:46 Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega. 28. nóvember 2025 16:50 Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 28. nóvember 2025 14:46
Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega. 28. nóvember 2025 16:50
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49