Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:02 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir að frumvarp um hvalveiðar verði líklega lagt fram á næsta þingi. vísir/samsett Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira