Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. desember 2025 11:46 Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel. Þá er jafnframt tilefni til að rifja upp hvernig við höfum nýtt fullveldi okkar í samskiptum við önnur ríki allt frá því að þjóðin öðlaðist formlegt fullveldi árið 1918 og tók yfir fulla stjórn utanríkismála 10. apríl 1940, daginn eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Á fullveldisdaginn horfum við bæði aftur til sjálfstæðisbaráttunnar 1. desember 1918 og fram á við. Við berum ábyrgð á að varðveita og efla fullveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir. Utanríkis- og öryggisstefna landsins skiptir þar lykilmáli. Sem sjálfstæðismenn getum við með stolti hugsað til þeirra sem mótuðu þessa stefnu, frá því við tókum utanríkismálin í eigin hendur og fram til útfærslu landhelginnar, aðildar að EFTA árið 1970 og EES samningsins 1993. Staða Íslands mótar stefnu okkar Utanríkisstefna Íslands hefur ætíð tekið mið af staðreyndum um stöðu landsins. Hnattræn staðsetning Íslands í Norður Atlantshafi, á milli Evrópu og Norður Ameríku, hefur mótað aðstæður okkar í friði og á átakatímum. Íslendingar hafa um aldirnar átt sterk tengsl við Norðurlönd og önnur Evrópuríki, einkum vegna verslunar og fiskveiða, og samskipti við Breta og síðar Bandaríkin á stríðstímum síðustu aldar hafa haft mótandi áhrif á öryggis og pólitíska stefnu landsins. Af þessari reynslu höfum við lært að friðsöm og herlaus þjóð getur ekki treyst á aðeins eina stoð til að tryggja öryggi og hagsmuni. Þess vegna höfum við byggt upp fjölstoða utanríkisstefnu sem sameinar varnir, efnahagslegt og pólitískt samstarf og virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sú nálgun hefur tryggt öryggi Íslands og verið í stöðugri mótun allt frá stofnun lýðveldisins. Fjórar meginstoðir utanríkis- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisstefna Íslands hvílir á fjórum stoðum sem dreifa áhættu, auka pólitískt svigrúm og tryggja öryggi með fjölbreyttu samstarfi við nágranna í austri og vestri. Fyrsta stoðin er tvíhliða samstarf við Bandaríkin sem í áratugi hefur verið kjarninn í hernaðarlegu öryggi Íslands. Samstarfið byggir á skýrri skuldbindingu Bandaríkjanna til að verja Ísland, aðgangi að hernaðarinnviðum og eftirliti á hafsvæðunum í kringum landið og felur í sér uppbyggingu ratsjár og öryggiskerfa sem eru hornsteinn öryggisstefnunnar. Önnur stoðin er aðild að NATO sem tryggir varnarskuldbindingu bandalagsríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans og veitir Íslandi aðgang að sérfræðiþekkingu, netvörnum, greiningu og sameiginlegum æfingum. Ísland er þannig fullgildur þátttakandi í stærsta öryggiskerfi heims. Þriðja stoðin er EES samningurinn sem tryggir víðtækan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og veitir stöðugleika og jafnræði í viðskiptum án þess að framselt sé forræði yfir helstu auðlindum og atvinnuvegum. EES veitir 95% ávinning ESB-aðildar án þess að framselja fiskveiðiauðlindir eða stjórn á landbúnaði. Fjórða stoðin er norrænt samstarf og aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Norðurlöndin deila með okkur sambærilegu verðmætamati, samfélagsgerð og stjórnarháttum og alþjóðlegt samstarf styrkir stöðu Íslands sem lítils en virks ríkis. Þessar fjórar stoðir tryggja að Ísland er ekki háð aðeins einni tengingu við umheiminn. Ef ein stoð veikist veita hinar öryggi og stöðugleika og þannig er fullveldi okkar tryggt í reynd en ekki aðeins í orði. ESB, EES og rangar ásakanir um einangrunarstefnu Í umræðu um Evrópumálin og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður við Evrópusambandið hefur verið veist að Sjálfstæðisflokknum og hann sakaður um einangrunarstefnu. Slíkar ásakanir samræmast ekki veruleikanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt stóran þátt í að opna Ísland fyrir alþjóðlegu samstarfi, efla viðskipti og byggja upp traustar tengingar við nágrannaríki, meðal annars með aðild að EFTA, EES samningnum og mótun varnar og öryggissamstarfs. Möguleg aðild að ESB myndi hins vegar gera eina stoð ráðandi og færa stóran hluta efnahagslegs samstarfs og síðar mögulega varnarmálin undir sameiginlega stefnu mótaða í Brussel. Þá væri hætta á að sjálfstæð rödd Íslands veikist á alþjóðavettvangi. Á þessum degi – þegar við minnumst fullveldis Íslands – megum við ekki gleyma því að sjálfstæði og fullveldi verður ekki tryggt með því að færa valdið frá Alþingi til yfirþjóðlegra stofnana. Það er mikið öfugmæli að saka Sjálfstæðisflokkinn um einangrunarstefnu fyrir að vilja ekki setja öll egg þjóðarinnar í utanríkis- og öryggismálum í eina körfu Evrópusambandsins. Flokkurinn mun áfram standa vörð um fjölstoða utanríkis- og öryggisstefnu þjóðarinnar – þ. á m. um EES-samninginn sem hefur reynst henni vel í marga áratugi. Þetta er ekki einangrunarstefna því við treystum á margar stoðir og höfum sjálfstæðar tengingar við fjölmörg lönd bæði Bandaríkin, Kína og Indland - auk allra hinna - og þurfum ekki að reiða okkur á milligöngu ESB í þeim samskiptum. Þetta er ekki einangrunarstefna heldur traust og skynsamleg leið til að forðast einangrun. Við viljum móta stefnu okkar á íslenskum forsendum en viljum ekki lúta erlendri miðstýringu. Það er einmitt það sem fullveldið snýst um – að móta framtíðina á íslenskum forsendum. Það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fullveldisdagurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel. Þá er jafnframt tilefni til að rifja upp hvernig við höfum nýtt fullveldi okkar í samskiptum við önnur ríki allt frá því að þjóðin öðlaðist formlegt fullveldi árið 1918 og tók yfir fulla stjórn utanríkismála 10. apríl 1940, daginn eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Á fullveldisdaginn horfum við bæði aftur til sjálfstæðisbaráttunnar 1. desember 1918 og fram á við. Við berum ábyrgð á að varðveita og efla fullveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir. Utanríkis- og öryggisstefna landsins skiptir þar lykilmáli. Sem sjálfstæðismenn getum við með stolti hugsað til þeirra sem mótuðu þessa stefnu, frá því við tókum utanríkismálin í eigin hendur og fram til útfærslu landhelginnar, aðildar að EFTA árið 1970 og EES samningsins 1993. Staða Íslands mótar stefnu okkar Utanríkisstefna Íslands hefur ætíð tekið mið af staðreyndum um stöðu landsins. Hnattræn staðsetning Íslands í Norður Atlantshafi, á milli Evrópu og Norður Ameríku, hefur mótað aðstæður okkar í friði og á átakatímum. Íslendingar hafa um aldirnar átt sterk tengsl við Norðurlönd og önnur Evrópuríki, einkum vegna verslunar og fiskveiða, og samskipti við Breta og síðar Bandaríkin á stríðstímum síðustu aldar hafa haft mótandi áhrif á öryggis og pólitíska stefnu landsins. Af þessari reynslu höfum við lært að friðsöm og herlaus þjóð getur ekki treyst á aðeins eina stoð til að tryggja öryggi og hagsmuni. Þess vegna höfum við byggt upp fjölstoða utanríkisstefnu sem sameinar varnir, efnahagslegt og pólitískt samstarf og virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sú nálgun hefur tryggt öryggi Íslands og verið í stöðugri mótun allt frá stofnun lýðveldisins. Fjórar meginstoðir utanríkis- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisstefna Íslands hvílir á fjórum stoðum sem dreifa áhættu, auka pólitískt svigrúm og tryggja öryggi með fjölbreyttu samstarfi við nágranna í austri og vestri. Fyrsta stoðin er tvíhliða samstarf við Bandaríkin sem í áratugi hefur verið kjarninn í hernaðarlegu öryggi Íslands. Samstarfið byggir á skýrri skuldbindingu Bandaríkjanna til að verja Ísland, aðgangi að hernaðarinnviðum og eftirliti á hafsvæðunum í kringum landið og felur í sér uppbyggingu ratsjár og öryggiskerfa sem eru hornsteinn öryggisstefnunnar. Önnur stoðin er aðild að NATO sem tryggir varnarskuldbindingu bandalagsríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans og veitir Íslandi aðgang að sérfræðiþekkingu, netvörnum, greiningu og sameiginlegum æfingum. Ísland er þannig fullgildur þátttakandi í stærsta öryggiskerfi heims. Þriðja stoðin er EES samningurinn sem tryggir víðtækan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og veitir stöðugleika og jafnræði í viðskiptum án þess að framselt sé forræði yfir helstu auðlindum og atvinnuvegum. EES veitir 95% ávinning ESB-aðildar án þess að framselja fiskveiðiauðlindir eða stjórn á landbúnaði. Fjórða stoðin er norrænt samstarf og aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Norðurlöndin deila með okkur sambærilegu verðmætamati, samfélagsgerð og stjórnarháttum og alþjóðlegt samstarf styrkir stöðu Íslands sem lítils en virks ríkis. Þessar fjórar stoðir tryggja að Ísland er ekki háð aðeins einni tengingu við umheiminn. Ef ein stoð veikist veita hinar öryggi og stöðugleika og þannig er fullveldi okkar tryggt í reynd en ekki aðeins í orði. ESB, EES og rangar ásakanir um einangrunarstefnu Í umræðu um Evrópumálin og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður við Evrópusambandið hefur verið veist að Sjálfstæðisflokknum og hann sakaður um einangrunarstefnu. Slíkar ásakanir samræmast ekki veruleikanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt stóran þátt í að opna Ísland fyrir alþjóðlegu samstarfi, efla viðskipti og byggja upp traustar tengingar við nágrannaríki, meðal annars með aðild að EFTA, EES samningnum og mótun varnar og öryggissamstarfs. Möguleg aðild að ESB myndi hins vegar gera eina stoð ráðandi og færa stóran hluta efnahagslegs samstarfs og síðar mögulega varnarmálin undir sameiginlega stefnu mótaða í Brussel. Þá væri hætta á að sjálfstæð rödd Íslands veikist á alþjóðavettvangi. Á þessum degi – þegar við minnumst fullveldis Íslands – megum við ekki gleyma því að sjálfstæði og fullveldi verður ekki tryggt með því að færa valdið frá Alþingi til yfirþjóðlegra stofnana. Það er mikið öfugmæli að saka Sjálfstæðisflokkinn um einangrunarstefnu fyrir að vilja ekki setja öll egg þjóðarinnar í utanríkis- og öryggismálum í eina körfu Evrópusambandsins. Flokkurinn mun áfram standa vörð um fjölstoða utanríkis- og öryggisstefnu þjóðarinnar – þ. á m. um EES-samninginn sem hefur reynst henni vel í marga áratugi. Þetta er ekki einangrunarstefna því við treystum á margar stoðir og höfum sjálfstæðar tengingar við fjölmörg lönd bæði Bandaríkin, Kína og Indland - auk allra hinna - og þurfum ekki að reiða okkur á milligöngu ESB í þeim samskiptum. Þetta er ekki einangrunarstefna heldur traust og skynsamleg leið til að forðast einangrun. Við viljum móta stefnu okkar á íslenskum forsendum en viljum ekki lúta erlendri miðstýringu. Það er einmitt það sem fullveldið snýst um – að móta framtíðina á íslenskum forsendum. Það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun