Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2025 09:00 Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun