Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:03 Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun