Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir og Sigurður Hannesson skrifa 2. desember 2025 14:02 Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Sigurður Hannesson Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun