Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2025 13:41 Fjárlaganefnd í heimsókn á Nýja-Landspítalanum fyrr á árinu. NLSH.is Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur
Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira