Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 3. desember 2025 08:31 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Það er ótrúlegt að lesa fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. nóvember síðastliðnum og sjá hversu langt sveitarfélag er tilbúið til að ganga í að hafna eigin skyldum. Sveitarstjórnin byggir samþykkt sína á þeirri fullyrðingu að Þjóðskrá Íslands starfi „í trássi við fyrirmæli laga“ með því að skrá fólk sem hefur fasta búsetu í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng og hefur sveitarstjórn verið gerð afturreka í tvígang með hana. Fyrst með niðurstöðu Þjóðskrár og síðar með úrskurði dómsmálaráðuneytis. Enn fremur hefur sveitarstjórnin borið það fyrir sig að skráning fólks í ótilgreint lögheimili, skapi slíka óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og um réttindi og skyldur þeirra sem þannig eru skráðir, að nauðsynlegt sé að synja öllum nýjum erindum er varða frístundabyggðir. En það er engin óvissa og því algerlega ónauðsynlegt að grípa til þessara harkalegu og ólögmætu aðgerða. Þetta kemur ekki aðeins niður á íbúum sem eiga heimili í frístundahúsum heldur öllum öðrum eigendum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt sveitastjórnar er alvarlegt brot á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem leggja sveitarfélögum eftirfarandi skyldur á herðar: að afgreiða erindi, að sinna lögbundnum verkefnum, að veita þjónustu, að vinna úr skipulags- og stjórnsýslumálum, að haga störfum sínum eftir gildandi lögum — ekki væntingum um mögulegar lagasetningar í framtíðinni. Að synja erindum vegna mögulegrar lagasetningar í framtíð er ólögmætt og brot á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarfélögum skylda til að sinna erindum sem þeim berast. Engin heimild er í lögum til þess að: frysta heila málaflokka, hafna öllum erindum í einu lagi, eða skilyrða afgreiðslu við óvissa atburði í framtíð eins og lagabreytingar á Alþingi. Þetta er ólögmæti á nokkrum sviðum: Brot á þjónustuskyldu – 7. gr. sveitarstjórnarlaga Sveitarfélag verður að sinna erindum. Það má ekki bíða eftir einhverjum óljósum framtíðar lagasetningum. Brot á lögmætisreglu –sem sækir stoð sína meðal annars í 2. gr. stjórnarskrárinnar og meginreglur réttarríkisins.Að hafna afgreiðslu á grundvelli hugsanlegra framtíðar lagabreytinga- eða setninga er ekki lögmæt stjórnsýsla.Stjórnvöld verða að byggja ákvarðanir á gildandi lögum, ekki þeim lögum sem þau óska sér. Brot á 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga – málsmeðferð og rannsókn Stjórnvöldum ber að taka mál til meðferðar og rannsaka þau.Að hafna því alfarið er óheimilt. Brot á 11. gr. stjórnsýslulaga – jafnræði Þjónustan sem íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fá má ekki velta á því hvort þau eigi heimili í frístundabyggð eða íbúðarhúsnæði. Brot á 12. gr. stjórnsýslulaga – meðalhófsreglu Að stöðva afgreiðslu á heilum málaflokki er ólögmætt og gengur gegn meðalhófi. Þetta er ekki skipulagsmál — þetta er stjórnsýslubrot Sveitarstjórnin reynir að gera málið að skipulagsdeilu. En skipulagið er aðeins afleiðing. Það sem er miklu alvarlegra er þetta: Sveitarfélagið er að neita að sinna lögbundinni stjórnsýslu með vísan til laga sem það vill að verði breytt og sendir ábyrgðina á ráðuneyti og Alþingi. Í lýðræðisríki virkar stjórnsýsla ekki þannig. Sveitarfélög lúta lögum sem Alþingi setur, ekki öfugt. Sveitarfélög hafa stjórnsýsluvald innan marka laga — ekki lagasetningarvald. Þess vegna er þessi samþykkt ekki bara ranglát, hún er ómálefnaleg og ólögmæt. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þarf nú að: Fella samþykktina frá 26. nóvember úr gildi, Viðurkenna lögmæti skráningar Þjóðskrár og leiðrétta rangfærslur, Hefja aftur vinnu við lögbundna stjórnsýslu, Hætta að skilyrða afgreiðslur við ófyrirséðar og óákveðnar lagabreytingar, Veita öllum íbúum—líka þeim sem eru með lögheimili skráð ótilgreint, jafna þjónustu á við aðra íbúa, Starfa í samræmi við gildandi lög, en ekki eigin túlkun sem hnekkt hefur verið opinberlega á tveimur stjórnsýslustigum. Þetta er ekki spurning um pólitíska afstöðu. Þetta er krafa um að sveitarstjórn fari að lögum. Landslög gilda líka í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveitarstjórn getur ekki hagað stjórnsýslu sinni í „í trássi við fyrirmæli laga“. Höfundar eru í stjórn Búseturfrelsis - samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Það er ótrúlegt að lesa fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. nóvember síðastliðnum og sjá hversu langt sveitarfélag er tilbúið til að ganga í að hafna eigin skyldum. Sveitarstjórnin byggir samþykkt sína á þeirri fullyrðingu að Þjóðskrá Íslands starfi „í trássi við fyrirmæli laga“ með því að skrá fólk sem hefur fasta búsetu í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng og hefur sveitarstjórn verið gerð afturreka í tvígang með hana. Fyrst með niðurstöðu Þjóðskrár og síðar með úrskurði dómsmálaráðuneytis. Enn fremur hefur sveitarstjórnin borið það fyrir sig að skráning fólks í ótilgreint lögheimili, skapi slíka óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og um réttindi og skyldur þeirra sem þannig eru skráðir, að nauðsynlegt sé að synja öllum nýjum erindum er varða frístundabyggðir. En það er engin óvissa og því algerlega ónauðsynlegt að grípa til þessara harkalegu og ólögmætu aðgerða. Þetta kemur ekki aðeins niður á íbúum sem eiga heimili í frístundahúsum heldur öllum öðrum eigendum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt sveitastjórnar er alvarlegt brot á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem leggja sveitarfélögum eftirfarandi skyldur á herðar: að afgreiða erindi, að sinna lögbundnum verkefnum, að veita þjónustu, að vinna úr skipulags- og stjórnsýslumálum, að haga störfum sínum eftir gildandi lögum — ekki væntingum um mögulegar lagasetningar í framtíðinni. Að synja erindum vegna mögulegrar lagasetningar í framtíð er ólögmætt og brot á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarfélögum skylda til að sinna erindum sem þeim berast. Engin heimild er í lögum til þess að: frysta heila málaflokka, hafna öllum erindum í einu lagi, eða skilyrða afgreiðslu við óvissa atburði í framtíð eins og lagabreytingar á Alþingi. Þetta er ólögmæti á nokkrum sviðum: Brot á þjónustuskyldu – 7. gr. sveitarstjórnarlaga Sveitarfélag verður að sinna erindum. Það má ekki bíða eftir einhverjum óljósum framtíðar lagasetningum. Brot á lögmætisreglu –sem sækir stoð sína meðal annars í 2. gr. stjórnarskrárinnar og meginreglur réttarríkisins.Að hafna afgreiðslu á grundvelli hugsanlegra framtíðar lagabreytinga- eða setninga er ekki lögmæt stjórnsýsla.Stjórnvöld verða að byggja ákvarðanir á gildandi lögum, ekki þeim lögum sem þau óska sér. Brot á 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga – málsmeðferð og rannsókn Stjórnvöldum ber að taka mál til meðferðar og rannsaka þau.Að hafna því alfarið er óheimilt. Brot á 11. gr. stjórnsýslulaga – jafnræði Þjónustan sem íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fá má ekki velta á því hvort þau eigi heimili í frístundabyggð eða íbúðarhúsnæði. Brot á 12. gr. stjórnsýslulaga – meðalhófsreglu Að stöðva afgreiðslu á heilum málaflokki er ólögmætt og gengur gegn meðalhófi. Þetta er ekki skipulagsmál — þetta er stjórnsýslubrot Sveitarstjórnin reynir að gera málið að skipulagsdeilu. En skipulagið er aðeins afleiðing. Það sem er miklu alvarlegra er þetta: Sveitarfélagið er að neita að sinna lögbundinni stjórnsýslu með vísan til laga sem það vill að verði breytt og sendir ábyrgðina á ráðuneyti og Alþingi. Í lýðræðisríki virkar stjórnsýsla ekki þannig. Sveitarfélög lúta lögum sem Alþingi setur, ekki öfugt. Sveitarfélög hafa stjórnsýsluvald innan marka laga — ekki lagasetningarvald. Þess vegna er þessi samþykkt ekki bara ranglát, hún er ómálefnaleg og ólögmæt. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þarf nú að: Fella samþykktina frá 26. nóvember úr gildi, Viðurkenna lögmæti skráningar Þjóðskrár og leiðrétta rangfærslur, Hefja aftur vinnu við lögbundna stjórnsýslu, Hætta að skilyrða afgreiðslur við ófyrirséðar og óákveðnar lagabreytingar, Veita öllum íbúum—líka þeim sem eru með lögheimili skráð ótilgreint, jafna þjónustu á við aðra íbúa, Starfa í samræmi við gildandi lög, en ekki eigin túlkun sem hnekkt hefur verið opinberlega á tveimur stjórnsýslustigum. Þetta er ekki spurning um pólitíska afstöðu. Þetta er krafa um að sveitarstjórn fari að lögum. Landslög gilda líka í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveitarstjórn getur ekki hagað stjórnsýslu sinni í „í trássi við fyrirmæli laga“. Höfundar eru í stjórn Búseturfrelsis - samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun