54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2025 07:47 Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun