Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar 3. desember 2025 09:16 Það kom fram nýlega þegar Twitter (einnig þekkt sem X) kveikti á gögnum sem sýndi staðsetningu notenda að flestir öfga-hægri aðgangar sem dæla út hvað mestu slíku efni fyrir Bandaríkin og Bretland eru ekki frá viðkomandi ríkjum. Flestir voru staðsettir á Indlandi, Bangladess, Pakistan, Nígeríu, Laos og fleiri ríkjum. Á meðan Ísland er ekki eitt af þeim ríkjum sem þetta fólk hefur tekið mið af. Þá er mikið af því sem þetta fólk skáldar upp þýtt yfir á Íslensku og staðfært. Fyrir nákvæmlega sömu ástæðu. Hagnað og peninga. Það hefur verið ljóst í talsvert langan tíma að öfga-hægri flokkar eru ekki vinsælir og stefnumál þeirra eru ekki vinsæl og stjórnmálaflokkar sem taka upp slík stefnumál falla fljótt í vinsældum eins og er núna að gerast á Íslandi. Þessa dagana er hinn hægri öfgafulli Miðflokkur að aukast í vinsældum með því að koma með innihaldslaust hatur gagnvart varnarlausu fólki sem kemur til Íslands frá stríðshrjáðum ríkjum og sækir um stöðu flóttamanns á Íslandi samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum. Skipulagðar blekkingar Umræðan um flóttamenn og útlendinga á Íslandi er mikið til ekki byggð á staðreyndum. Í umræðunni er mikið af fullyrðingum sem eru einfaldlega ekki sannar og hafa aldrei verið sannar. Íslenska kerfið er svo sannarlega ekki að bugast undan álaginu og hefur aldrei verið það. Reyndar er það þannig að til Íslands koma mjög fáir flóttamenn. Ef frá eru taldir einstaklingar frá Úkraínu og síðan Venúsela (flóttafólki frá Venúsela fer fækkandi). Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að stjórnmálamenn nota þessar blekkingar til þess að reyna að setja ómannúðleg lög á Íslandi og síðan til þess að blekkja fólk til þess að kjósa þeirra stjórnmálaflokk. Afleiðingar af slæmum lögum Ísland hefur ekki stjórnlagadómstól til þess að fella út slæm lög eða draga lagasetningar til að fá úr þeim skorið hvort að viðkomandi lög samræmast íslenskri stjórnarskrá og alþjóðlegum samþykktum og sáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og hafa lagalegt gildi á Íslandi. Þetta þýðir einnig að þegar slæm lög eru sett. Þá er alltaf hættan á því að það verði sett lög í kjölfarið sem verður hægt að nota gegn ríkisborgurum á Íslandi. Þetta er sérstaklega þegar slæmir stjórnmálaflokkar komast til valda og starfa af óheilindum gegn hagsmunum íslendinga. Alveg sama hvaðan viðkomandi einstaklingar koma. Þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að slæm lög séu sett til höfuðs flóttafólki og útlendingum á Íslandi. Þar sem þeim má breyta með einföldum hætti í lög sem hægt er að nota gegn íslenskum ríkisborgurum á Íslandi. Slæmir stjórnmálaflokkar Miðflokkurinn er dæmi um slæman og lélegan stjórnmálaflokk. Þetta sést best á því hvernig þeir standa sig inni á Alþingi í dag. Mæting Sigmundar Davíðs er nærri því engin og það sama er að sjá með mætingu Snorra Mássonar (upplýsingar má nálgast á vef Alþingis). Í flestum tilfellum. Þá greiða þessir menn ekki atkvæði eða eru fjarverandi frá Alþingi þegar atkvæðagreiðslur fara fram. Það segir mér að þetta fólk tekur sitt starf á Alþingi ekki alvarlega og það er ljóst að það mun ekkert breytast í framtíðinni. Það má því sjá að hatursumræða sem Miðflokkurinn er með er eingöngu gerð til þess að afla sem mest fylgis og koma þannig sem flestum í hálaunastöður hjá ríkinu. Þetta er í raun svindl sem snýst um að græða sem mestan pening á kostnað mannúðar og fólks sem getur ekki varið sig. Kvenfyrirlitning fylgir útlendingahatri Rannsóknir sýna að þegar útlendingahatur rís í þjóðfélögum. Þá rís einnig kvenfyrirlitning og ofbeldi gegn konum. Gerendur í þessum tilfellum eru langoftast þeir sömu og hafa jafnvel haft sögu um slíkt ofbeldi áður en þeir tóku upp útlendingahatur að auki. Það er engin tilviljun að þetta sé svona. Þetta hefur einnig verið að sjást á Íslandi á síðustu árum. Eftir því sem útlendingahatur hefur verið að aukast og útlendingahatur aukist í umræðunni. Upplýsingaóreiða virkar illa á vinstra fólk Það kom fram í fréttum fyrir nokkrum árum. Þar sem unglingar frá Makedóníu voru að þykjast vera öfgamenn í Bandaríkjum og voru að dæla út útlendingahatri og andúð í Bandaríkjum til hægra fólks þar að þeir nenntu ekki að reyna þetta við fólk sem telst vera í vinstri stjórnmálum. Ástæðan að þeirra sögn var að fólk sem er í vinstri stjórnmálum krafðist sannana fyrir þeim fullyrðingum sem voru settar fram og þegar markmiðið er að nota umferð til þess að afla sér peninga, þá skipta staðreyndir engu máli. Vinstra fólk er þó ekki alveg ónæmt fyrir þessu. Þar sem það hefur orðið fyrir fölskum fréttum og upplýsingum um hægri stjórnmálamenn. Þrátt fyrir það eru áhrifin miklu minni og virðast ekki ná inn til stjórnmálamanna eins mikið, ef þau þá ná þangað inn til að byrja með, sem er alls ekki öruggt að svo sé. Upplýsingaóreiða í vinstri stjórnmálum er alveg til en áhrifin er miklu minni en í hægri stjórnmálum, ef þau eru þá einhver, sem er alls ekki öruggt að svo sé. Aðgerð gegn útlendingahatri Það er margt hægt að gera gegn þessu. Til að byrja með er hægt að sleppa því að kjósa stjórnmálaflokka sem boða útlendingahatur eða lög sem eru andstæð flóttafólki og síðan útlendingum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að slæmir einstaklingar komist til valda á Íslandi. Hitt er síðan er að útiloka slíkt á samfélagsmiðlum. Loka einfaldlega á viðkomandi einstakling. Það breytir kannski ekki viðkomandi en það dregur úr drægni viðkomandi á viðkomandi samfélagsmiðli. Þar sem samfélagsmiðlar eru gífurlega stórt gjallarhorn og síðan almennt slæm hugmynd, sem íslendingar þurfa að fara að leiða hugan að því að losna úr samfélagsmiðlum, sem hafa það eina hlutverk núna er að græða á dreifingu haturs, svindls og annara blekkinga. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi Heimildir India, Nigeria, Sri Lanka: X reveals where viral MAGA accounts are based • FRANCE 24 English (YouTube, 2025) The anatomy of hate: How misogyny drives extremist engagement (theinterpreter, 2025) X's new location feature sparks controversy, but is the data reliable? (npr, 2025) Many prominent Maga personalities on X are based outside US, new tool reveals (The Guardian, 2025) Foreign interference or opportunistic grifting: why are so many pro-Trump X accounts based in Asia? (The Guardian, 2025) How X's new location feature exposed big US politics accounts (BBC News, 2025) X's new feature reveals foreign origins of some popular U.S. political accounts (CBS News, 2025) Fake News: How a Partying Macedonian Teen Earns Thousands Publishing Lies (NBC News, 2016) Inside the Macedonian Fake-News Complex (Wired, 2017) The rise of left-wing, anti-Trump fake news (BBC News, 2017) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það kom fram nýlega þegar Twitter (einnig þekkt sem X) kveikti á gögnum sem sýndi staðsetningu notenda að flestir öfga-hægri aðgangar sem dæla út hvað mestu slíku efni fyrir Bandaríkin og Bretland eru ekki frá viðkomandi ríkjum. Flestir voru staðsettir á Indlandi, Bangladess, Pakistan, Nígeríu, Laos og fleiri ríkjum. Á meðan Ísland er ekki eitt af þeim ríkjum sem þetta fólk hefur tekið mið af. Þá er mikið af því sem þetta fólk skáldar upp þýtt yfir á Íslensku og staðfært. Fyrir nákvæmlega sömu ástæðu. Hagnað og peninga. Það hefur verið ljóst í talsvert langan tíma að öfga-hægri flokkar eru ekki vinsælir og stefnumál þeirra eru ekki vinsæl og stjórnmálaflokkar sem taka upp slík stefnumál falla fljótt í vinsældum eins og er núna að gerast á Íslandi. Þessa dagana er hinn hægri öfgafulli Miðflokkur að aukast í vinsældum með því að koma með innihaldslaust hatur gagnvart varnarlausu fólki sem kemur til Íslands frá stríðshrjáðum ríkjum og sækir um stöðu flóttamanns á Íslandi samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum. Skipulagðar blekkingar Umræðan um flóttamenn og útlendinga á Íslandi er mikið til ekki byggð á staðreyndum. Í umræðunni er mikið af fullyrðingum sem eru einfaldlega ekki sannar og hafa aldrei verið sannar. Íslenska kerfið er svo sannarlega ekki að bugast undan álaginu og hefur aldrei verið það. Reyndar er það þannig að til Íslands koma mjög fáir flóttamenn. Ef frá eru taldir einstaklingar frá Úkraínu og síðan Venúsela (flóttafólki frá Venúsela fer fækkandi). Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að stjórnmálamenn nota þessar blekkingar til þess að reyna að setja ómannúðleg lög á Íslandi og síðan til þess að blekkja fólk til þess að kjósa þeirra stjórnmálaflokk. Afleiðingar af slæmum lögum Ísland hefur ekki stjórnlagadómstól til þess að fella út slæm lög eða draga lagasetningar til að fá úr þeim skorið hvort að viðkomandi lög samræmast íslenskri stjórnarskrá og alþjóðlegum samþykktum og sáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og hafa lagalegt gildi á Íslandi. Þetta þýðir einnig að þegar slæm lög eru sett. Þá er alltaf hættan á því að það verði sett lög í kjölfarið sem verður hægt að nota gegn ríkisborgurum á Íslandi. Þetta er sérstaklega þegar slæmir stjórnmálaflokkar komast til valda og starfa af óheilindum gegn hagsmunum íslendinga. Alveg sama hvaðan viðkomandi einstaklingar koma. Þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að slæm lög séu sett til höfuðs flóttafólki og útlendingum á Íslandi. Þar sem þeim má breyta með einföldum hætti í lög sem hægt er að nota gegn íslenskum ríkisborgurum á Íslandi. Slæmir stjórnmálaflokkar Miðflokkurinn er dæmi um slæman og lélegan stjórnmálaflokk. Þetta sést best á því hvernig þeir standa sig inni á Alþingi í dag. Mæting Sigmundar Davíðs er nærri því engin og það sama er að sjá með mætingu Snorra Mássonar (upplýsingar má nálgast á vef Alþingis). Í flestum tilfellum. Þá greiða þessir menn ekki atkvæði eða eru fjarverandi frá Alþingi þegar atkvæðagreiðslur fara fram. Það segir mér að þetta fólk tekur sitt starf á Alþingi ekki alvarlega og það er ljóst að það mun ekkert breytast í framtíðinni. Það má því sjá að hatursumræða sem Miðflokkurinn er með er eingöngu gerð til þess að afla sem mest fylgis og koma þannig sem flestum í hálaunastöður hjá ríkinu. Þetta er í raun svindl sem snýst um að græða sem mestan pening á kostnað mannúðar og fólks sem getur ekki varið sig. Kvenfyrirlitning fylgir útlendingahatri Rannsóknir sýna að þegar útlendingahatur rís í þjóðfélögum. Þá rís einnig kvenfyrirlitning og ofbeldi gegn konum. Gerendur í þessum tilfellum eru langoftast þeir sömu og hafa jafnvel haft sögu um slíkt ofbeldi áður en þeir tóku upp útlendingahatur að auki. Það er engin tilviljun að þetta sé svona. Þetta hefur einnig verið að sjást á Íslandi á síðustu árum. Eftir því sem útlendingahatur hefur verið að aukast og útlendingahatur aukist í umræðunni. Upplýsingaóreiða virkar illa á vinstra fólk Það kom fram í fréttum fyrir nokkrum árum. Þar sem unglingar frá Makedóníu voru að þykjast vera öfgamenn í Bandaríkjum og voru að dæla út útlendingahatri og andúð í Bandaríkjum til hægra fólks þar að þeir nenntu ekki að reyna þetta við fólk sem telst vera í vinstri stjórnmálum. Ástæðan að þeirra sögn var að fólk sem er í vinstri stjórnmálum krafðist sannana fyrir þeim fullyrðingum sem voru settar fram og þegar markmiðið er að nota umferð til þess að afla sér peninga, þá skipta staðreyndir engu máli. Vinstra fólk er þó ekki alveg ónæmt fyrir þessu. Þar sem það hefur orðið fyrir fölskum fréttum og upplýsingum um hægri stjórnmálamenn. Þrátt fyrir það eru áhrifin miklu minni og virðast ekki ná inn til stjórnmálamanna eins mikið, ef þau þá ná þangað inn til að byrja með, sem er alls ekki öruggt að svo sé. Upplýsingaóreiða í vinstri stjórnmálum er alveg til en áhrifin er miklu minni en í hægri stjórnmálum, ef þau eru þá einhver, sem er alls ekki öruggt að svo sé. Aðgerð gegn útlendingahatri Það er margt hægt að gera gegn þessu. Til að byrja með er hægt að sleppa því að kjósa stjórnmálaflokka sem boða útlendingahatur eða lög sem eru andstæð flóttafólki og síðan útlendingum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að slæmir einstaklingar komist til valda á Íslandi. Hitt er síðan er að útiloka slíkt á samfélagsmiðlum. Loka einfaldlega á viðkomandi einstakling. Það breytir kannski ekki viðkomandi en það dregur úr drægni viðkomandi á viðkomandi samfélagsmiðli. Þar sem samfélagsmiðlar eru gífurlega stórt gjallarhorn og síðan almennt slæm hugmynd, sem íslendingar þurfa að fara að leiða hugan að því að losna úr samfélagsmiðlum, sem hafa það eina hlutverk núna er að græða á dreifingu haturs, svindls og annara blekkinga. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi Heimildir India, Nigeria, Sri Lanka: X reveals where viral MAGA accounts are based • FRANCE 24 English (YouTube, 2025) The anatomy of hate: How misogyny drives extremist engagement (theinterpreter, 2025) X's new location feature sparks controversy, but is the data reliable? (npr, 2025) Many prominent Maga personalities on X are based outside US, new tool reveals (The Guardian, 2025) Foreign interference or opportunistic grifting: why are so many pro-Trump X accounts based in Asia? (The Guardian, 2025) How X's new location feature exposed big US politics accounts (BBC News, 2025) X's new feature reveals foreign origins of some popular U.S. political accounts (CBS News, 2025) Fake News: How a Partying Macedonian Teen Earns Thousands Publishing Lies (NBC News, 2016) Inside the Macedonian Fake-News Complex (Wired, 2017) The rise of left-wing, anti-Trump fake news (BBC News, 2017)
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun