Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 4. desember 2025 08:03 Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun