Ekkert verður af áttafréttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira