„Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. desember 2025 08:02 Lítill tími gefst til hvíldar á heimsmeistaramótinu í handbolta. vísir Stelpurnar okkar standa ekki bara í ströngu á HM í handbolta þessa dagana heldur eru þær margar í miðjum lokaprófum líka. Þessu vilja þær og landsliðsþjálfarinn breyta. Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira