Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar 4. desember 2025 14:02 Áróðursdeild ríkisstjórnarinnar situr ekki auðum höndum. Á liðnum dögum og vikum hefur birst nokkur fjöldi greina forvígismanna ríkisstjórnarinnar þar sem gerð er tilraun til að draga upp glansmynd af þessu fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Þeim til hróss verður að nefna að þau eru nokkuð lunkin í að draga upp myndir. Myndir sem eru ekki endilega í samræmi við viðurkennd gögn eða raunveruleikann, en þessi mikilvæga færni tryggði þeim glæsilega kosningu, sæti í ríkisstjórn og völd. Óhóf og skattahækkanir Þegar horft er yfir verkin á þessu fyrsta ári kemur í ljós óþægileg staðreynd. Stjórnin hefur brugðist loforðum sínum um hófsemi í skattheimtu og ráðdeild í ríkisrekstri. Í stað aðhalds og trúverðugrar stefnu í fjármálum eru útgjöld aukin með fordæmalausum hætti, eða um 143 milljarða króna á milli ára. Þá hlýtur það að teljast sérstakt metnaðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta á venjulegt eða vinnandi fólk en boðar nú yfir 25 milljarða króna skattahækkun á næsta ári, en sú tala gæti jafnvel orðið hærri. Til að reyna að breiða yfir loforðasvikin er gripið til útúrsnúninga, nýyrða og orðaleikja. Talað um „tiltekt“ og „leiðréttingar“ í stað þess að viðurkenna berum orðum að verið sé að leggja á nýja skatta. Venjulegt fólk sér í gegnum slíkt orðagjálfur þegar upp verður staðið. Róðurinn þyngist. Sleggjan sem hrökk af skaftinu Eitt veigamesta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var, og er, að hemja verðbólgu og skapa forsendur fyrir vaxtalækkun með trúverðugri ríkisfjármálastefnu. Þar voru stóru orðin ekki spöruð í aðdraganda kosninga. Í því verkefni hefur ríkisstjórnin gjörsamlega brugðist. Hagkerfið er vissulega að kólna, en það er ekki vegna trúverðugrar eða traustrar efnahagsstefnu heldur vegna þess að samdráttur og vandamál blasa víða við í atvinnulífinu. Ekki síst í útflutningsatvinnuvegum landsins sem eru grunnstoð farsældar landsmanna. Varnaðarorð eru hundsuð og eftir situr venjulegt fólk og fyrirtæki landsins með sárt ennið, með allt of háum vöxtum og vaxandi atvinnuleysi. Verklaus verkstjórn Eitt megin stefið hjá áróðursmeisturum ríkisstjórnarinnar var að nú væri loks tekin við stjórn sem ætlaði að láta verkin tala. Verkin hafa sannarlega talað síðustu mánuði og í þeim birtist ýmislegt áhugavert. Rauði þráðurinn er grímulaus andstyggð gagnvart atvinnulífi landsins og ekki síst landsbyggðinni og íbúum í dreifðum byggðum landsins. Í upphafi fyrsta þings stjórnarinnar var málum dælt út eins og það væri hinn sanni mælikvarði á afköst, verkstjórn. Ítrekað kom í ljós að málin voru illa undirbúin, samráð var af skornum skammti og í mörgum veigamiklum málum var undirbúningur lagasetningar algerlega óviðunandi. Niðurstaðan á vorþingi var enda sú að ríkisstjórnin kastaði til hliðar á fimmta tug mála með undarlegri forgangsröðun í dagskrá þingsins. Á yfirstandandi þingi hefur stefið verið annað. Útlit er fyrir að fá mál hljóti afgreiðslu fyrir áramót og svo virðist sem sí vaxandi núningur milli ríkisstjórnarflokkanna setji sand í tannhjólin. Þar dugar lítt að brosa á blaðamannafundum og vísa ítrekað í hvað allt sé nú æðislegt á stjórnarheimilinu. Minnir svolítið á óhamingjusöm hjón sem birta ítrekað færslur á samfélagsmiðlum til að sannfæra alla nema sjálfa sig um að allt sé í himnalagi. Stóra núllið – vantar spýtu og sög Tíðir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar hafa vakið nokkra athygli. Mantra þeirra funda hefur jafnan verið að kynna með glæsibrag og bros á vör innihaldslítil loforð um eitthvað sem koma muni síðar. Eftirminnilegur er fundurinn um fullkomlega innihaldslausan húsnæðispakka, aðgerðir sem engu máli skipta fyrir fólk í nútímanum. Fundurinn var enda svo innihaldslaus að þau hafa sjálf boðað framhaldsfund um sama málefni. Það vantaði víst spýtu og sög. Á blaðamannafundinum 3. desember þar sem kynnt var fyrsta samgönguáætlun nýrrar ríkisstjórnar, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, varð hið sama uppi á teningnum. Hið kunnuglega stef um umbúðir umfram innihald. Við áhorfið á fundinn fylltist venjulegt fólk ef til vill nokkurri bjartsýni, enda farið ansi fögrum orðum og frjálslega um ýmislegt. Þegar betur var að gáð kemur í ljós að megin þungi þeirra verkefna sem þar voru kynnt eru ýmist nú þegar í farvegi eða bíða síðari hluta áætlunarinnar þ.e. frá 2031-2040. Þó var eitt sem vakti sérstaka athygli. Á síðustu árum var leiðtogum núverandi ríkisstjórnar tíðrætt um ,,stóra núllið í jarðgangnagerð“. Þau orð eru hjákátleg nú þegar við blasir með nýrri og illa rökstuddri forgangsröðun jarðgangna að ekkert minna en kraftaverk þarf til að borinn verði ræstur á þessu kjörtímabili. Fljótagöng sem nú eru fyrst í forgangsröðinni og eru vissulega mikilvæg eins og önnur, eiga eftir að fara í gegnum undirbúnings- og útboðsferli sem tekið getur 3-4 ár. Fullkomin uppgjöf Þegar litið er á liðið ár blasir við uppgjöf í verki. Ríkisstjórn sem bregst fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áróðursdeild ríkisstjórnarinnar situr ekki auðum höndum. Á liðnum dögum og vikum hefur birst nokkur fjöldi greina forvígismanna ríkisstjórnarinnar þar sem gerð er tilraun til að draga upp glansmynd af þessu fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Þeim til hróss verður að nefna að þau eru nokkuð lunkin í að draga upp myndir. Myndir sem eru ekki endilega í samræmi við viðurkennd gögn eða raunveruleikann, en þessi mikilvæga færni tryggði þeim glæsilega kosningu, sæti í ríkisstjórn og völd. Óhóf og skattahækkanir Þegar horft er yfir verkin á þessu fyrsta ári kemur í ljós óþægileg staðreynd. Stjórnin hefur brugðist loforðum sínum um hófsemi í skattheimtu og ráðdeild í ríkisrekstri. Í stað aðhalds og trúverðugrar stefnu í fjármálum eru útgjöld aukin með fordæmalausum hætti, eða um 143 milljarða króna á milli ára. Þá hlýtur það að teljast sérstakt metnaðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta á venjulegt eða vinnandi fólk en boðar nú yfir 25 milljarða króna skattahækkun á næsta ári, en sú tala gæti jafnvel orðið hærri. Til að reyna að breiða yfir loforðasvikin er gripið til útúrsnúninga, nýyrða og orðaleikja. Talað um „tiltekt“ og „leiðréttingar“ í stað þess að viðurkenna berum orðum að verið sé að leggja á nýja skatta. Venjulegt fólk sér í gegnum slíkt orðagjálfur þegar upp verður staðið. Róðurinn þyngist. Sleggjan sem hrökk af skaftinu Eitt veigamesta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var, og er, að hemja verðbólgu og skapa forsendur fyrir vaxtalækkun með trúverðugri ríkisfjármálastefnu. Þar voru stóru orðin ekki spöruð í aðdraganda kosninga. Í því verkefni hefur ríkisstjórnin gjörsamlega brugðist. Hagkerfið er vissulega að kólna, en það er ekki vegna trúverðugrar eða traustrar efnahagsstefnu heldur vegna þess að samdráttur og vandamál blasa víða við í atvinnulífinu. Ekki síst í útflutningsatvinnuvegum landsins sem eru grunnstoð farsældar landsmanna. Varnaðarorð eru hundsuð og eftir situr venjulegt fólk og fyrirtæki landsins með sárt ennið, með allt of háum vöxtum og vaxandi atvinnuleysi. Verklaus verkstjórn Eitt megin stefið hjá áróðursmeisturum ríkisstjórnarinnar var að nú væri loks tekin við stjórn sem ætlaði að láta verkin tala. Verkin hafa sannarlega talað síðustu mánuði og í þeim birtist ýmislegt áhugavert. Rauði þráðurinn er grímulaus andstyggð gagnvart atvinnulífi landsins og ekki síst landsbyggðinni og íbúum í dreifðum byggðum landsins. Í upphafi fyrsta þings stjórnarinnar var málum dælt út eins og það væri hinn sanni mælikvarði á afköst, verkstjórn. Ítrekað kom í ljós að málin voru illa undirbúin, samráð var af skornum skammti og í mörgum veigamiklum málum var undirbúningur lagasetningar algerlega óviðunandi. Niðurstaðan á vorþingi var enda sú að ríkisstjórnin kastaði til hliðar á fimmta tug mála með undarlegri forgangsröðun í dagskrá þingsins. Á yfirstandandi þingi hefur stefið verið annað. Útlit er fyrir að fá mál hljóti afgreiðslu fyrir áramót og svo virðist sem sí vaxandi núningur milli ríkisstjórnarflokkanna setji sand í tannhjólin. Þar dugar lítt að brosa á blaðamannafundum og vísa ítrekað í hvað allt sé nú æðislegt á stjórnarheimilinu. Minnir svolítið á óhamingjusöm hjón sem birta ítrekað færslur á samfélagsmiðlum til að sannfæra alla nema sjálfa sig um að allt sé í himnalagi. Stóra núllið – vantar spýtu og sög Tíðir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar hafa vakið nokkra athygli. Mantra þeirra funda hefur jafnan verið að kynna með glæsibrag og bros á vör innihaldslítil loforð um eitthvað sem koma muni síðar. Eftirminnilegur er fundurinn um fullkomlega innihaldslausan húsnæðispakka, aðgerðir sem engu máli skipta fyrir fólk í nútímanum. Fundurinn var enda svo innihaldslaus að þau hafa sjálf boðað framhaldsfund um sama málefni. Það vantaði víst spýtu og sög. Á blaðamannafundinum 3. desember þar sem kynnt var fyrsta samgönguáætlun nýrrar ríkisstjórnar, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, varð hið sama uppi á teningnum. Hið kunnuglega stef um umbúðir umfram innihald. Við áhorfið á fundinn fylltist venjulegt fólk ef til vill nokkurri bjartsýni, enda farið ansi fögrum orðum og frjálslega um ýmislegt. Þegar betur var að gáð kemur í ljós að megin þungi þeirra verkefna sem þar voru kynnt eru ýmist nú þegar í farvegi eða bíða síðari hluta áætlunarinnar þ.e. frá 2031-2040. Þó var eitt sem vakti sérstaka athygli. Á síðustu árum var leiðtogum núverandi ríkisstjórnar tíðrætt um ,,stóra núllið í jarðgangnagerð“. Þau orð eru hjákátleg nú þegar við blasir með nýrri og illa rökstuddri forgangsröðun jarðgangna að ekkert minna en kraftaverk þarf til að borinn verði ræstur á þessu kjörtímabili. Fljótagöng sem nú eru fyrst í forgangsröðinni og eru vissulega mikilvæg eins og önnur, eiga eftir að fara í gegnum undirbúnings- og útboðsferli sem tekið getur 3-4 ár. Fullkomin uppgjöf Þegar litið er á liðið ár blasir við uppgjöf í verki. Ríkisstjórn sem bregst fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun