Yngir upp í allt of gamalli deild Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2025 08:02 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Lýður Jóhannes Karl Guðjónsson er mættur til starfa sem nýr þjálfari FH í fótbolta. Hann hyggst yngja leikmannahóp liðsins í Bestu deild sem sé hreinlega alltof gömul. Jóhannes Karl hefur þjálfað lið AB í Danmörku undanfarin tvö ár en vegna fjölskylduaðstæðna flutti hann heim og fagnaði því að FH hafi haft samband. „Það var bara út af fjölskyldu. Við sem fjölskylda vildum búa á Íslandi og þá er erfitt að vera að þjálfa úti í Danmörku,“ segir Jóhannes en hvernig ganga flutningar? „Þetta gengur allt saman. Það er ekkert gaman að flytja og taka upp úr kössum og svona. En þetta er bara verkefni sem þarf að klára,“ segir Jóhannes léttur. Yngja upp til að komast í fremstu röð Jóhannes segir skýra sýn hjá félaginu. Yngja eigi upp og horfa til framtíðar. „Það er bara að koma FH aftur í fremstu röð. Félagið hefur farið í stefnumótun og það er komin strategía sem á að fylgja. Inni í því, sem snýr að meistaraflokki karla, er að hafa hann sem vettvang fyrir unga efnilega og góða leikmenn innan félagsins að láta ljós sitt skína“ segir Jóhannes. Einnig verði leitað að ungum leikmönnum víðar á landinu. „Auðvitað þurfa menn að vera tilbúnir að leggja á sig ansi mikla vinnu til að komast þangað. Það er ekki auðvelt að komast í meistaraflokk FH. Að sama skapi erum við að skoða unga og efnilega leikmenn á öllu landinu sem passa inn í þetta módel sem við erum að reyna að framfylgja,“ „Þetta er leiðin sem verður til þess að við komumst aftur í fremstu röð. Að keppast um titla og Evrópusæti sem fyrst því það skiptir náttúrulega gríðarlega miklu máli.“ Gamlir karlar í Bestu deildinni FH er ekki eina íslenska félagið sem hefur farið í gegnum slíka stefnumótunarvinnu. Valur hefur lýst yfir álíka stefnu eftir vinnu með sænsku ráðgjafafyrirtæki og á Hermann Hreiðarsson að leiða breytta stefnu á þeim bænum. KR hefur einnig yngt sitt lið upp og hefur lagt áherslu á að sækja yngri menn. En verður þá ekki mikil samkeppni á markaðinum í vetur? „Það sem hefur verið mjög sérstakt við íslensku deildina undanfarin ár, þó það hafi sem betur fer verið að lagast, þá hefur þetta verið alltof gömul deild. Í alltof langan tíma höfum við verið að spila liðum sem hafa verið með um 30 ára meðalaldur,“ segir Jóhannes. Slík sé ekki raunin í nágrannalöndunum. „Ef við lítum til Noregs eða Danmerkur er meðalaldur bestu liða í efstu deild í kringum 25 til 26 ár eða eitthvað svoleiðis. Of lengi hefur verið spilað á of gömlum leikmönnum á Íslandi, að mínu viti. Ég fanga því að lið séu farin aðeins að endurhugsa sína nálgun á leikmannamarkaði,“ segir Jóhannes. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jóhannes sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina FH Besta deild karla Danski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Jóhannes Karl hefur þjálfað lið AB í Danmörku undanfarin tvö ár en vegna fjölskylduaðstæðna flutti hann heim og fagnaði því að FH hafi haft samband. „Það var bara út af fjölskyldu. Við sem fjölskylda vildum búa á Íslandi og þá er erfitt að vera að þjálfa úti í Danmörku,“ segir Jóhannes en hvernig ganga flutningar? „Þetta gengur allt saman. Það er ekkert gaman að flytja og taka upp úr kössum og svona. En þetta er bara verkefni sem þarf að klára,“ segir Jóhannes léttur. Yngja upp til að komast í fremstu röð Jóhannes segir skýra sýn hjá félaginu. Yngja eigi upp og horfa til framtíðar. „Það er bara að koma FH aftur í fremstu röð. Félagið hefur farið í stefnumótun og það er komin strategía sem á að fylgja. Inni í því, sem snýr að meistaraflokki karla, er að hafa hann sem vettvang fyrir unga efnilega og góða leikmenn innan félagsins að láta ljós sitt skína“ segir Jóhannes. Einnig verði leitað að ungum leikmönnum víðar á landinu. „Auðvitað þurfa menn að vera tilbúnir að leggja á sig ansi mikla vinnu til að komast þangað. Það er ekki auðvelt að komast í meistaraflokk FH. Að sama skapi erum við að skoða unga og efnilega leikmenn á öllu landinu sem passa inn í þetta módel sem við erum að reyna að framfylgja,“ „Þetta er leiðin sem verður til þess að við komumst aftur í fremstu röð. Að keppast um titla og Evrópusæti sem fyrst því það skiptir náttúrulega gríðarlega miklu máli.“ Gamlir karlar í Bestu deildinni FH er ekki eina íslenska félagið sem hefur farið í gegnum slíka stefnumótunarvinnu. Valur hefur lýst yfir álíka stefnu eftir vinnu með sænsku ráðgjafafyrirtæki og á Hermann Hreiðarsson að leiða breytta stefnu á þeim bænum. KR hefur einnig yngt sitt lið upp og hefur lagt áherslu á að sækja yngri menn. En verður þá ekki mikil samkeppni á markaðinum í vetur? „Það sem hefur verið mjög sérstakt við íslensku deildina undanfarin ár, þó það hafi sem betur fer verið að lagast, þá hefur þetta verið alltof gömul deild. Í alltof langan tíma höfum við verið að spila liðum sem hafa verið með um 30 ára meðalaldur,“ segir Jóhannes. Slík sé ekki raunin í nágrannalöndunum. „Ef við lítum til Noregs eða Danmerkur er meðalaldur bestu liða í efstu deild í kringum 25 til 26 ár eða eitthvað svoleiðis. Of lengi hefur verið spilað á of gömlum leikmönnum á Íslandi, að mínu viti. Ég fanga því að lið séu farin aðeins að endurhugsa sína nálgun á leikmannamarkaði,“ segir Jóhannes. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jóhannes sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina
FH Besta deild karla Danski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira